Fara í efni

Dagdvöl aldraðra í fullum undirbúning

Dagdvöl aldraðra í fullum undirbúning

Undirbúningur fyrir opnun Dagdvalar aldraðra í Suðurnesjabæ er í fullum gangi þessa dagana. Stefnt er að því að opna dyrnar á næstu vikum. Dagdvölin mun opna í húsnæði gamla Garðvangs sem hefur verið endurbætt og er hið glæsilegasta. 

Í dag komu þær Anna Marta Valtýsdóttir og Guðbjörg Brynja Guðmundsdóttir systur úr Rebekkustúkunni Steinunni færandi hendi með gjöf handa Dagdvölinni sem Tinna Torfadóttir forstöðumaður Dagdvalarinnar veitti viðtöku