Fara í efni

Búið er að opna fyrir umsóknir í Menningarsjóð Suðurnesjabæjar

Frá úthlutun úr Menningarsjóði 2024
Frá úthlutun úr Menningarsjóði 2024
Búið er að opna fyrir umsóknir í Menningarsjóð Suðurnesjabæjar
Búið er að opna fyrir umsóknir í Menningarsjóð Suðurnesjabæjar. Umsóknarfrestur vegna úthlutana ársins 2025 er til og með 13.mars nk.

Umsækjendur eru beðnir um að kynna sér vel reglur sjóðsins og fylla út meðfylgjandi umsóknarform þegar sótt er um í Menningarsjóðinn.

Ferða-, safna- og menningarráð mun fara yfir umsóknir sem berast og úthluta styrkjum eftir mat á umsóknum. Stefnt er að því að tilkynna úthlutun eigi síðar en 10.apríl nk.

Þá er vert að minna á 2. gr. í reglum um sjóðinn en þar segir m.a.:

2. gr. Tilgangur sjóðsins er að styðja við menningarstarfsemi í Suðurnesjabæ sem og styrkja einstaklinga, félagasamtök, hópa og stofnanir til lista- og menningarsköpunar í sveitarfélaginu. Til að hljóta styrk úr sjóðnum verða umsækjendur, s.s. listamenn, félagasamtök, hópar, stofnanir eða menningarviðburðir að tengjast Suðurnesjabæ á einhvern hátt og að viðburðir, ef við á, fari fram í sveitarfélaginu.

Ferða-, safna- og menningarráð Suðurnesjabæjar hvetur áhugasama einstaklinga til þess að kynna sér sjóðinn og taka þátt í að byggja upp áframhaldandi menningarstarfsemi í Suðurnesjabæ.