Breyting á aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034
Breyting á ÍB9, Teiga- og Klapparhverfi – Tegund íbúðagerða
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti 8. janúar 2025 tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða breytingu á texta í greinargerð Aðalskipulags Suðurnesjabæjar 2022-2034 dags. 24. október 2022 undir ÍB-9 á bls. 95.
Núverandi texti er; Heimild fyrir allt að 390 íbúðum í einbýlis- og parhúsum, en á svæðinu eru nú 82 íbúðir (öll byggingarstig).
Texti verður eftir breytingu; Heimild fyrir allt að 390 íbúðum í einbýlis- par- og fjölbýlishúsum, en á svæðinu eru nú 114 íbúðir (öll byggingarstig).
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Suðurnesjabæjar.
Suðurnesjabæ 16. janúar 2025.
Jón Ben Einarsson skipulagsfulltrúi