Brenna og flugeldasýning á Gamlárskvöld
Brenna og flugeldasýning á Gamlárskvöld
27. desember 2024
Í ár verður áramótabrenna og flugeldasýning haldin í Garðinum á Gamlárskvöld í umsjón Björgunarsveitarinnar Ægis en í fyrra voru hátíðarhöldin í Sandgerði.
- Staðsetning: Á gamla malarvellinum við Sandgerðisveg.
- Brennan hefst kl: 20.00
- Flugeldasýning hefst kl: 20:15
Hleðsla áramótabrennu hefst á milli jóla og nýárs. Stranglega bannað er að setja efni á brennuna án leyfis. Björgunarsveitin getur tekið á móti örlitlu efni í viðbót. Fólk sem er með eldivið á brennuna getur haft samband við félaga í Ægi í síma 862 9800.