Fara í efni

Bókalúga í bókasafni Suðurnesjabæjar í Sandgerði

Bókalúga í bókasafni Suðurnesjabæjar í Sandgerði

Kæru íbúar,

Við ætlum að opna bókalúguna aftur í Bókasafni Suðurnesjabæjar í Sandgerði. Hægt er að panta bækur með því að hafa samband við okkur í gegnum facebook síðu safnsins, með því að hringja í síma 425 3110 eða senda tölvupóst á netfangið bokasafn@sudurnesjabaer.is.

Íbúar beggja hverfa eru hvattir til þess að nýta sér þessa þjónustu en eins og staðan er í dag vegna Covid-19 ætlum við að bíða með að opna safnið og hleypa fólki inn.

Safnið verður opið með þessum hætti mánudaga til fimmtudaga frá kl. 14:30-17:30 til að minnsta kosti 2. desember.

Því miður leyfa aðstæður í Gerðaskóla ekki opnun bókalúgu að svo stöddu.

Sýnum ábyrga hegðun – lesum eins og við getum og sameinumst í baráttu gegn Covid-19