Auglýsing um skipulagsmál í Suðurnesjabæ
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi efri hluta íbúðasvæðis ofan Garðvangs – Teiga- og Klapparhverfi
Um er að ræða endurtekna málsmeðferð þar sem gera þurfti óverulega aðalskipulagsbreytingu á íbúðagerðum ÍB9 sem voru ekki í samræmi við áður auglýsta deiliskipulagstillögu. Fyrirhuguð íbúðauppbygging er annars óbreytt frá fyrri málsmeðferð.
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 5. febrúar 2025, að auglýsa á ný breytingu á deiliskipulagi efri hluta íbúðasvæðis ofan Garðvangs, Teiga- og Klapparhverfi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í deiliskipulagstillögunni, dags. 14. janúar 2022, felst endurskoðun á efri hluta íbúðasvæðisins með það markmið að mæta þörf fyrir minni og hagkvæmari íbúðir. Í breyttri deiliskipulagstillögu af þessum hluta hverfisins er gert ráð fyrir alls 259 íbúð í 86 húsum sem er fjölgun um 118 íbúðir frá áður samþykktu skipulagi. Einnig er gert ráð fyrir lóð undir nýjan leikskóla innan svæðisins. Sjá svæði auðkennt ÍB9 og S25 í Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022 - 2034.
Tillagan er aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr. 316/2025
Tillaga að deiliskipulagi við Stafnesveg í landi Miðkots
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 8. janúar 2025, að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Stafnesveg í landi Miðkots í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagðar eru þrjár nýjar einbýlishúsalóðir, Stafnesvegur 48, 50 og 52 auk þess sem einbýlishúsalóðin Stafnesvegur 46 er stækkuð úr 1.225 í 2.002 m2. Skipulagssvæðið er í suðurenda skilgreinds þéttbýliskjarna Sandgerðis og er í samræmi við íbúðasvæði ÍB23 í Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034.
Tillagan er aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr. 320/2025
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á https://skipulagsgatt.is/
Umsagnarfrestur er til og með 28. apríl 2025.
Jón Ben. Einarsson,
Skipulagsfulltrúi Suðurnesjabæjar