Áhrif kvennaverkfalls á þjónustu Suðurnesjabæjar 24. október 2025
Samtök kvenna, launafólks o.fl. hagsmunahópar hafa boðað til samstöðufundar undir yfirskriftinni kvennaverkfall föstudaginn 24. október.
Suðurnesjabær styður jafnréttisbaráttu kvenna og kvára og tekur undir þau meginsjónarmið kvennaverkfalls að hefðbundin kvennastörf skuli metin að verðleikum og til jafns við störf karla. Þess má geta að Suðurnesjabær hefur innleitt jafnlaunastefnu og fengið jafnlaunavottun og greiðir jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf óháð kynjum og öðrum þáttum.
Suðurnesjabær mun leita allra leiða til að konur og kvár geti lagt niður störf og tekið þátt í skipulagðri dagskrá. Hluti af starfsemi sveitarfélaga er með þeim hætti að ekki er mögulegt að leggja hana alfarið niður og kappkostað verður að tryggja alla nauðsynlega þjónustu. Hvorki verður litið á fjarvistir kvenna og kvár vegna þátttöku í skipulagðri dagskrá, með samþykki stjórnanda, sem óréttmætar né verður dregið af launum vegna þeirra.
Það er nokkuð ljóst að starfsemi Suðurnesjabæjar mun verða fyrir verulegum áhrifum án vinnuframlags þeirra þennan dag enda mynda þau stóran hóp starfsfólks Suðurnesjabæjar.
Hér eru upplýsingar um opnunartíma hjá Suðurnesjabæ föstudaginn 24.október:
- Gerðaskóli: Skólastarf fellur niður kl. 11
- Sandgerðisskóli: Skólastarf fellur niður kl. 11
- Leikskólinn Grænaborg: Skólastarf fellur niður kl. 11
- Félagsmiðstöðvar Suðurnesjabæjar: Óbreytt starfsemi
- Bókasafn Suðurnesjabæjar: Starfsemi fellur niður frá kl. 11
- Tónlistarskólinn í Garði: Óbreytt starfsemi
- Tónlistarskólinn í Sandgerði: Óbreytt starfsemi
- Ráðhúsið í Garði: Móttaka opin en símsvörun fellur niður frá 11:00. Minnum á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is fyrir erindi.
- Ráðhúsið í Sandgerði: Starfsemi fellur niður frá kl. 11
- Íþróttamiðstöðin í Sandgerði: Óbreytt starfsemi
- Íþróttamiðstöðin í Garði: Óbreytt starfsemi
- Umhverfismiðstöðin: Óbreytt starfsemi
- Heiðarholt: Óbreytt starfsemi
- Lækjarmót: Óbreytt starfsemi
- Auðarstofa: Starfsemi fellur niður
- Miðhús: Starfsemi fellur niður en matur verður heimsendur
- Dagdvöl aldraðra: Óbreytt starfsemi