Fara í efni

Ærslabelgurinn kominn í frí yfir vetrartímann

Ærslabelgurinn kominn í frí yfir vetrartímann

Glöggir íbúar hafa án efa tekið eftir því að nú er búið að slökkva á báðum ærslabelgjum Suðurnesjabæjar. Er þetta gert til þess að verja þessi skemmtilegu leiktæki en frostið fer ekki vel með tækin og á sama tíma skapar frostið mikla slysahættu fyrir þá sem ætla sér að reyna að hoppa í frosti og snjó, skólausir.

 

Við leggjum því ærslabelgina okkar í dvala yfir kaldasta tímann og hlökkum til þess að taka þá aftur í notkun í vor þegar sól fer að hækka á lofti aftur.