Fara í efni

Á morgun, 10. september er gulur dagur!

Á morgun, 10. september er gulur dagur!

Afhverju gulur? Gulur er litur sjálfsvígsforvarna og 10.september er Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga.

Á gulum degi getum við klæðst gulu, skreytt með gulu, lýst með gulu, borðað gular veitingar og tekið myndir af gulri stemningu. Myndin getur verið sjálfa eða af vinum, fjölskyldu, samstarfsfólki, skreytingum eða gulum hlutum og deilt myndum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #gulurseptember

Allir sem geta eru hvattir til að taka þátt og sýna þannig stuðning við geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir.

#gulurseptember