Fara í efni

Umsókn um lækkun leikskólagjalda/dagvistunargjalda

Hægt er að sækja um afslátt á leikskólagjöldum/dagvistunargjöldum vegna ýmissa ástæðna. Athugið að til að geta sótt um þarf umsækjandi að vera með sama lögheimili og barnið. Afslátturinn á einnig við um sjálfstætt starfandi leikskóla.

Ástæða umsóknar




Gögn sem þurfa fylgja umsókn:

  • Einstæður forsjáraðili: Ef forsjáraðili sem býr eitt með barni sínu og er ekki í hjúskap. Skila þarf inn staðfestingu um hjúskaparstöðu og/eða búsetuvottorð.
  • Námsmaður: Er sá sem er í fullu námi eins og það er skilgreint í kennsluskrá viðkomandi skóla. Framvísa þarf staðfestingu um námsvist eftir hverja önn og er afsláttur leiðréttur eftirá.
  • Systkinaafsláttur: staðfesting dagmóður/leikskóla.
  • Öryrki: Er sá sem er á aldrinum 18-67 ára og hefur fengið samþykkt örorkumat hjá Tryggingastofnun ríkisins. Framvísa þarf skírteini TR.
  • Ellilífeyrisþegi: Sá sem uppfyllir skilyrði um lífeyristöku og fær greiddar lífeyrisgreiðslur.
Með því að senda inn þessa umsókn skuldbindur umsækjandi sig til að gera viðvart ef breyting verður á högum hans, sem hafa áhrif á fríðindi þessi. Umsókn skal endurnýja með staðfestingu fyrir hvert skólaár 15. ágúst ár hvert.