Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndarþjónustu ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Einnig er skylt að tilkynna ef grunur leikur á að lífi ófædds barns sé stofnað í hættu.
Almenningur getur tilkynnt til barnaverndarþjónustu undir nafnleynd. Það þýðir að þó barnaverndarstarfsmaður fái nafn og símanúmer þess sem tilkynnir þá mun starfsmaðurinn halda því leyndu fyrir þeim sem málið snýr að. Þeir sem hafa afskipti af börnum, svo sem starfmenn leikskóla, skóla, frístunda og heilbrigðisstofnanna er skylt að tilkynna til barnaverndarþjónustu. Nafnleynd á ekki við um þessa aðila þegar kemur að tilkynningum.
Ef málið þolir ekki bið og barnið er í bráðri hættu skalt þú hafa samband við 112.