Atvinnutengt nám er ætlað nemendum í 9. og 10. bekk sem styðja þarf til aukinna framfara og þátttöku með breytingum á námsaðstæðum.
Markmið með atvinnutengdu námi er að styðja við einstaklingsmiðað nám, bæta líðan nemenda, styrkja sjálfsmynd þeirra og gefa þeim kost á að kynnast ýmsum hliðum atvinnulífs.
Einnig að tengja nemendur á unglingastigi við atvinnulífið og þannig styrkja sjálfsmynd og efla sjálfstraust, efla umhverfislæsi og gefa þeim ný tækifæri til að blómstra og dafna í sínum störfum.
Tengiliðir í grunnskólum Suðurnesjabæjar fylla út umsókn í samstarfi við nemendur og foreldra.