Fara í efni

Tjaldsvæði

Í Suðurnesjabæ eru tvö tjaldsvæði.

iStay er umsjónaraðili tjaldsvæðisins í Sandgerði og er staðsett við Byggðaveg. Í þjónustuhúsinu á tjaldsvæðinu eru salerni, sturtur, útivaskar með heitt og kalt vatn, einnig er hægt að fá afnot af þvottavél og þurrkara.

Hjólastjólaaðgengi er að salernum og sturtum. Á tjaldsvæðinu eru rafmagnstenglar og aðstaða til að losa salerni húsbíla og vatnsáfylling.

Gestir sem heimsækja Suðurnesjabæ geta einnig tjaldað á Garðskaga.  Á tjaldsvæðinu er aðgengi að vatni og salernum.