Fara í efni

Sumarvinna 17 ára og eldri

Sumarvinna 17 ára og eldri

Þeir sem eru eldri en 17 ára geta sótt um í sumarvinnuna. Sumarvinnan sér um garðslátt í sveitarfélaginu og ýmis verkefni tengd fegrun bæjarins.

Umsóknir  í sumarvinnu Suðurnesjabæjar fara fram í gegnum umsóknarkerfið Völu og þarf að notast við rafræn skilríki eða íslykil til að komast inn á síðuna.

Einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins í síma 425 3000.

Skila inn stöðu á skattkorti: Sumarstarfsmenn þurfa að skila inn upplýsingum um stöðuna á skattkorti eða hvort það sé ónýtt til launafulltrúa á netfangið annamarta@sudurnesjabaer.is. Hægt er að skrá sig inn á skattur.is og sækja upplýsingarnar. Skattkortið er rafrænt en ekki er hægt að sækja þessar upplýsingar fyrir þriðja aðila vegna persónuverndarlaga. Ef þessum upplýsingum er ekki skilað er reiknaður fullur skattur af launum.

Sækja um

Getum við bætt efni síðunnar?