Fara í efni

Ungmennaráð

7. fundur 12. ágúst 2022 kl. 13:00 - 14:10 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Hafþór Ernir Ólason formaður
  • Salóme Kristín Róbertsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðrún Vilmundardóttir aðalmaður
  • Ester Grétarsdóttir aðalmaður
  • Heba Lind Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Irma Rún Blöndal aðalmaður
Fundargerð ritaði: Rut Sigurðardóttir deildarstjóri frístundaþjónustu
Dagskrá

1.Könnun á frístundastarfi

2104080

Rætt var um stöðu á könnun á frístundastarfi sem framkvæmd var af ungmennaráði á vorönn í grunnskólum sveitarfélagsins. Svo óheppilega vildi til að niðurstöður týndust þegar aðgangi nemanda var eytt.
Afgreiðsla: fulltrúar ungmennaráðs ásamt sérfræðingum vinna í að reyna að ná niðstöðum tilbaka. Ef það ekki tekst þá mun könnin vera lögð fyrir aftur.

2.Sjálfsalar í skólum

2104080

Rætt var um stöðuna á málinu. Fyrirtækið sem áætlanir voru um að versla við er ekki lengur starfandi.
Afgreiðsla: Fulltrúar ætla að skoða nýjar leiðir í að láta verkefnið verða að veruleika.

3.Pönnuvellir

2104080

Afgreiðsla: upplýst var um stöðu verkefnisins.

4.Hlaupahjólaleiga

2104080

Rætt var um að fá rafmangshlaupahjólaleigu í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla: Ungmennaráð leggur til að farið verið í þá vinnu að íbúar geti leigt sér rafmagnshlaupahjól í sveitarfélaginu og með því minnkað mengun og akstur.

5.Viðburðir og menningarmál 2022

2201045

Fulltrúi upplýsti ráðið um undirbúning bæjarhátíðar og viðburði fyrir ungmenni.
Afgreiðsla: Til kynningar.

6.Ungt fólk 2022 niðurstöður

2206062

Niðurstöður könnunarinnar ræddar.
Afgreiðsla: Málinu vísað til frekari umræðu á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 14:10.

Getum við bætt efni síðunnar?