Fara í efni

Ungmennaráð

6. fundur 25. mars 2022 kl. 13:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Hafþór Ernir Ólason formaður
  • Salóme Kristín Róbertsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðrún Vilmundardóttir aðalmaður
  • Sara Mist Atladóttir aðalmaður
  • Irma Rún Blöndal aðalmaður
  • Ester Grétarsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Rut Sigurðardóttir deildarstjóri frístundaþjónustu
Dagskrá

1.Pönnuvellir

2104080

Rætt var um pönnuvelli sem samþykktir eru á fjárfestingaráætlun 2022.
Afgreiðsla: Formaður ungmennaráðs tekur að sér að fylgja málinu eftir.

2.Félagslíf eldri ungmenna

2104080

Rætt var um skort á aðstöðu og uppbyggilegri afþreyingu fyrir eldri ungmenni sem eru komin í framhaldsskóla.
Afgreiðsla: Fulltúar ráðsins ælta að ræða við forstöðumann félagsstmiðstöðva og leggja til sínar hugmyndir.

3.Aðgangskort í íþróttamiðstöðvar.

2104080

Umræður um óánægju vegna aðgangskorta í kjölfar aðgangshliða í íþróttamiðstöðvum bæjarins. Börn muna illa eftir að hafa kortin með sér og umræður um hvort það væri hægt að hafa möguleikann á hafa þau rafræn.
Afgreiðsla, Lagt er til að starfsfólk íþróttamiðstöðva sýni sveigjanleika þegar fólk gleymir kortunum sínum og fulltrúar ráðsins kanni hvort möguleiki á að hafa rafræna útfærslu á aðgangskortunum.

4.Hopp hlaupahjól

2104080

Umræður um að fá hopp hlaupahjól í Suðurnesjabæ fyrir sumarið 2022.
Afgreiðsla, fulltrúar ráðsins ætla að óska eftir fundi með Umhverfis- og skipulagssviði til að ræða málið.

5.Hlaupabraut

2104080

Rætt var um hugmyndir af upphitaðri hlaupabraut í sveitarfélaginu sem myndi nýtast bæjarbúum á öllum aldri sér til heilsubótar allt árið um kring.
Afgreiðsla, lagt er til við bæjarstjórn að lagt verði áherslu á að koma verkefninu á dagskrá til dæmis í kjölfar nýs Knattspyrnuvallar. Ungmennráð leggur jafnframt til að það verði Sandgerðismegin.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?