Fara í efni

Ungmennaráð

4. fundur 12. nóvember 2021 kl. 13:00 - 14:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Hafþór Ernir Ólason formaður
  • Salóme Kristín Róbertsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðrún Vilmundardóttir aðalmaður
  • Sara Mist Atladóttir aðalmaður
  • Heba Lind Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Irma Rún Blöndal aðalmaður
  • Eyþór Ingi Einarsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Rut Sigurðardóttir deildarstjóri frístundaþjónustu
Dagskrá

1.Tillögur um úrbætur á skólalóðum.

2104080

Ræddar voru tilögur ungmennaráðs sem kynntar voru fyrir bæjarstjórn 3. nóvember s.l. sem snúa að úrbótum á leiksvæðum við grunnskóla bæjarins.
Afgreiðsla: Ungmennaráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í eftirfarandi verkefni árið 2022;

a)að kastalinn á skólalóð Gerðaskóla verði tekinn og nýr og öruggari kastali settur í staðinn.
b)að bætt verði við rólum á skólalóð Gerðaskóla.
c)að endurmetinn verði staðsetning gervigrasvallar við Gerðaskóla með tilliti til að auðvelt sé að fylgjast með börnum að leik.
d)að keyptir verði tveir pönnuvellir og settir við grunnskólana á veturna og færa þá við fótboltavelli bæjarins á sumrin.
e)að gera úrbætur á skólahreystivelli við Sandgerðisskóla.
f)að tryggja að viðhaldi á leiksvæðum sé vel sinnt og endurnýjað jafnóðum ef leiktæki eru tekin í burtu.

2.Heilsusjálfssalar í grunnskólum

2104080

Rætt var staða máls er varðar uppsetningu heilsusjálfsala í grunnskólum bæjarins.
Afgreiðsla: Fulltrúar ungmennaráðs ásamt nemendaráði ætla með tillögur á fund skólastjórnenda beggja grunnskóla.

3.Ungmennaþing

2104080

Ræddar voru hugmyndir af útfærslu á ungmennaþingi í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla: Ungmennaráð ætlar að vinna málið áfram á næstu fundum.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni síðunnar?