Fara í efni

Ungmennaráð

3. fundur 15. september 2021 kl. 13:30 - 14:46 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Hafþór Ernir Ólason formaður
  • Salóme Kristín Róbertsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðrún Vilmundardóttir aðalmaður
  • Sara Mist Atladóttir aðalmaður
  • Heba Lind Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Irma Rún Blöndal aðalmaður
  • Eyþór Ingi Einarsson varamaður
Fundargerð ritaði: Rut Sigurðardóttir deildarstjóri frístundaþjónustu
Dagskrá

1.Ungmennaráð 2021-2022

2104080

Umræður og undirbúningur fyrir fund ungmennaráðs með bæjarstjórn.
Afgreiðsla: Ungmennaráð óskar eftir staðfestum tíma fyrir fund með bæjarstjórn.

2.Sjálfssalar í grunnskólum.

2104080

Kynnt var þjónusta heilsukassana.
Afgreiðsla: Fulltrúar ætla að bera hugmyndina undir fulltrúa nemendaráða skólanna og óska eftir samstarfi.

3.Könnun á tómstundastarfi

2104080

Umræður og skipulagning á að leggja könnun fyrir grunnskólanemendur í Suðurnesjabæ um íþrótta- og tómstundastarf.
Afgreiðsla: Fulltrúar ungmennaráðsins ætla að fínpússa drög af könnunninni og leggja hana fyrir næsta fund ráðsins.

Fundi slitið - kl. 14:46.

Getum við bætt efni síðunnar?