Fara í efni

Hafnarráð

25. fundur 05. september 2024 kl. 16:00 - 16:45 í Hafnarhúsi
Nefndarmenn
  • Önundur Björnsson formaður
  • Jón Heiðar Hjartarson varaformaður
  • Jón Gunnar Sæmundsson aðalmaður
  • Baldur Matthías Þóroddsson aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Grétar Sigurbjörnsson
  • Magnús Stefánsson hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson hafnarstjóri
Dagskrá

1.Sandgerðishöfn - rekstur og starfsemi

2206131

Yfirferð um rekstur og starfsemi Sandgerðishafnar árið 2024.
Tekjur fyrstu sjö mánuði ársins voru 71,3 mkr., á sama tíma 2023 voru tekjur 53,5 mkr.
Landaður afli janúar til ágúst var 7.994 tn., á sama tíma 2023 var landað 6.527 tn.
Landanir voru 2.167 talsins tímabilið janúar til ágúst, á sama tíma 2023 voru alls 1.987 landanir.
Farið yfir helstu viðhaldsverkefni sem unnið hefur verið að á árinu og hvað er framundan. Búið er að lagfæra löndunarkrana til samræmis við úttekt eftirlitsaðila.

2.Sandgerðishöfn - Suðurgarður

1806557

Lagðar fram upplýsingar um að útboðsgögn vegna framkvæmda við syðri grjótvarnargarð verði tilbúin í október.
Hafnarráð lýsir ánægju með að fljótlega verið ráðist í þessa mikilvægu framkvæmd.

3.Gönguhlið við flotbryggju 4

2408081

Erindi frá B-lista varðandi gönguhlið við flotbryggju 4.
Unnið er að smíði gönguhliðs og verður það sett upp fljótlega þegar smíði er lokið og lýstu fulltrúar B-lista í hafnarráði ánægju með framgang málsins.

4.Hafnasambandsþing á Suðurnesjum 2026

2409020

Tillaga um að hafnir á Suðurnesjum bjóði Hafnasambandi Íslands að hafnasambandsþing árið 2026 verði á Suðurnesjum.
Hafnarráð samþykkti samhljóða að á Hafnasambandsþingi í október nk. verði boðið að Hafnasambandsþing árið 2026 verði haldið á Suðurnesjum og leitað verði samstarfs við aðrar hafnir á Suðurnesjum um framkvæmdina.

5.Hafnasamband Íslands fundargerðir

2009047

464. fundur stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 15.08.2024.
Í fundargerðinni kemur m.a. fram að Fiskistofa sé að vinna verklagsreglur um fjarvigtun. Einnig að óháðum aðila verði falið að vinna úttekt varðandi aðgang Fiskistofu að gögnum úr eftirlitsmyndavélum í höfnum. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Getum við bætt efni síðunnar?