Hafnarráð
Dagskrá
1.Ársreikningur Sandgerðishafnar
2407019
Ársreikningur Sandgerðishafnar 2023.
Lagt fram.
2.Sandgerðishöfn - rekstur og starfsemi
2206131
Fyrstu fimm mánuði ársins eru tekjur hafnarinnar um 19 mkr. meiri en á sama tíma 2023. Aflamagn sama tímabil er um 1.800 tn. meira en á sama tíma 2023. Fjöldi strandveiðibáta hefur verið allt að 75 á tímabilinu. Starfsemin hefur að öðru leyti gengið vel.
Til kynningar.
3.Sandgerðishöfn - flotbryggja
2311047
Hafnarstjóri og verkefnastjóri fóru yfir endurbyggingu á flotbryggju 3, sem var ráðist í sl vetur þegar floti smábáta kom í höfnina frá Grindavik. Kostnaður við endurbygginguna var um 12,5 mkr. og hefur verið sótt til Vegagerðarinnar um kostnaðarþátttöku vegna þessa verkefnis. Niðurstaða um það mun væntanlega liggja fyrir í ágúst mánuði.
Til kynningar.
4.Sandgerðishöfn - pallvog
2403069
Ráðist hefur verið í kaup á pallvog og er beðið eftir að söluaðilinn setji upp vogina og búnað við hana. Með tilkomu pallvogarinnar verður töluverð vinnuhagræðing fyrir starfsmenn hafnarinnar.
Til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:45.