Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

56. fundur 18. september 2024 kl. 16:00 - 18:55 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Baldur Matthías Þóroddsson aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður boðaði forföll og boðaði Jónína Magnúsdóttir varamaður hans einnig forföll.
Gísli Jónatan Pálsson boðaði forföll og sat Anton Kristinn Guðmundsson fundinn í hans stað.

1.Framkvæmda- og skipulagsráð - Fundardagskrá vetrarins lögð fram

2309074

Fundardagskrá vetrarins lögð fram
Fundaáætlun samþykkt samhljóða.

2.Bræðraborgarland - þétting íbúðabyggðar - Fyrirspurn

2202070

Ný tillaga landeigenda lögð fram með fyrri fyrirspurn um heimild til breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags vegna þéttingu íbúðabyggðar á landi Bræðraborgar.

Mál síðast á dagskrá á 55. fundi ráðsins 22.7.2024.
Ráðið samþykkir að heimila breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags á landi Bræðraborgar og að gerð verði verkefnislýsing í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr.123/2010, með fyrirvara um skipulagsvinnan sé Suðurnesjabæ að kostnaðarlausu.

Sú tillaga sem hér er lögð fram er í samræmi við þær ábendingar og skoðanir sem hafa komið fram á fyrri fundum ráðsins.

3.Gauksstaðir, tillaga að deiliskipulagi og aðalskipulagsbreytingu samhliða

2407065

Eigendur Gauksstaða, landnr. 196408 leggja fram tillögu að deiliskipulagi frístundahússbyggðar undir ferðaþjónustu samhliða breytingu á aðalskipulagi.

Áður á dagskrá á síðasta fundi ráðsins 22. júlí s.l.en gögn málsins hafa verið uppfærð.
Lagt er til að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Suðurnesjabæjar fái málsmeðferð skv.2 mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 vegna óverulegrar aðalskipulagsbreytingar og leggur til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa þá niðurstöðu og senda tillögu til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.

Lagt er til að bæjarstjórn heimili að auglýsa tillagu að Deiliskipulagi Gauksstaða í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginn ofangreindri breyting á aðalskipulagi..

4.Deiliskipulag Ofan Garðvangs -Teiga- og Klappahverfi - Endurskoðun seinni hluta hverfis

2109110

Athugasemdarfresti vegna endurauglýstrar breytingu á deiliskipulagi lauk 17. júlí s.l. Alls bárust 5 umsagnir við tillöguna. Sjá umsagnir á skipulagsgatt.is undir máli nr.

683/2024. Afgreiðslu máls frestað á síðasta fundi ráðsins 22. júlí s.l.
Skipulagsfulltrúi leggur fram minnisblað að tillögu að viðbrögðum við innsendum umsögnum dags. 10.09.2024 þar sem einungis 1 umsögn nr. 3 kallar á lítilsháttar breytingu á texta í greinargerð skipulagsins.
Ráðið leggur til að bæjarstórn samþykki að senda tillöguna til staðfestingar Skipulagsstofnunnar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Mótmæli vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsbretingar varðandi Gerðatún efra

2408064

Bréf hefur borist frá íbúum í grennd við Gerðatún efra til Framkvæmda- og skipulagsráðs, stílað á skipulagsfulltrúa Suðurnesjabæjar, þar sem mótmælt er nýrri tillögu að deiliskipulagi svæðisins og athugasemdir gerðar við málsmeðferð tillögunar.
Bréf frá íbúum lagt fram. Skipulagsfulltrúi leggur fram svarbréf sitt til íbúa í nágrenni Gerðatúns.

6.HB64 - Grænn vistiðngarður

2402073

Minnisblað frá bakhjarlahópi HB64, um stöðu verkefnisins og tillögum um næstu skref.

Máli vísað til ráðsins til frekari undirbúnings og vinnslu á 150. fundi bæjarráðs þann 11.09.2024.
Ráðið samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning deiliskipulagsvinnu á Bergvíkursvæðinu í samræmi við þróunaráætlun HB64 í samstafi við Kadeco.

7.Helguvík iðnaðar-, athafna- og hafnarsvæði, I1, AT15 og H1 - Breyting á aðalskipulagi

2409072

Reykjanesbær leggur fram lýsingu og vinnslutillögu vegna aðalskipulagsbreytingar I1, AT15 og H1 til umsagnar. Gögn málsins má sjá á skipulagsgatt.is undir máli nr. 949/2024.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við lýsingu og vinnslutillögu I1, AT15 og H1 í Reykjanesbæ.

8.Athafnasvæði AT12 - Breyting á Aðalskipulagi

2409071

Reykjanesbær leggur fram lýsingu og vinnslutillögu vegna aðalskipulagsbreytingar athafnasvæðis AT12 til umsagnar.Gögn málsins má sjá á skipulagsgatt.is undir máli nr. 1055/2024.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við lýsingu AT12 í Reykjanesbæ.

9.Skagabraut 64 - breyting á bílskúr í íbúðir - fyrirspurn

2408026

Eigandi Skagabrautar 64 leggur fram fyrirspurn um hvort heimilað yrði að breyta bílgeymslu að Skagabraut 64 í tvær litlar íbúðir í tengslum við rekstur þeirrar gististarfssemi sem sömu aðilar reka á svæðinu.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og samþykkir með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
Jafnframt er umsækjanda gerð grein fyrir að ekki verði heimiluð ný bílgeymsla á lóðinni verði núverandi bílgeymslu breytt í íbúðarnot.

10.Skagabraut 33-35 - Fyrirspurn um fjölgun íbúða

2409073

Lóðarhafi Skagabrautar 33-35 óskar eftir að fá að breyta parhúsi í fjórar íbúðir skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið hafnar frekari fjölgun íbúða frá því sem gildandi deiliskipulag ofan Skagabrautar kveður á um.

11.Umhverfisstofnun - Umsókn um uppsetningu loftgæðamælistöðva í Garði og Sandgerði

2409084

Umhverfisstofnun óskar eftir að fá að setja niður loftgæðamælistöðvar í Garði og Sandgerði skv. meðfylgjandi gögnum og tillögum.
Umhverfisfulltrúa falið að leggja til frekari tillögur að staðsetningu við Umhverfisstofnun í samræmi við tillögur á fundinum.

12.Stóri Hólmur - umsókn um byggingarleyfi-byggingarheimild og skráning mannvirkis

2409019

Landeigandi óskar eftir að fá að byggja frístundahús á jörð sinni Stóri Hólmur L130796 skv. meðfylgjandi gögnum.
Stóri-Hólmur, L130796, er á ódeiliskipulögðu svæði og í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem íþróttasvæði. Þar er ekki gert ráð fyrir byggingu íbúðar- né frístundahúsa, en „svigrúm er til uppbyggingar og endurbóta í sátt við náttúru svæðisins“ eins og segir í greinargerðinni.

Ráðið telur fyrirhugaða uppbyggingu ekki samræmast því sem gert er ráð fyrir í aðalskipulagi hafnar því erindinu.

13.Heiðargarðar 1 - umsókn um lóð

2408056

Heiðargarðar ehf. óska eftir atvinnuhúsalóð við Heiðargarða 1 skv. nýju deiliskipulagi Iðngarða.
Samþykkt að úthluta lóðinni með fyrvara um hvenær framkvæmdir við vegtengingu Heiðargarða hefjist og lóðin verði byggingarhæf.

14.BIKF - Neyðarkyndilstöð Isavia - umsókn um byggingarleyfi

2408047

Isavia sækir um byggingarleyfi á neyðarkyndistöð fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að undirbúa útgáfu byggingarleyfis.

15.Miðkot - stofnun nýrra lóða

2407085

Eigendur Miðkots óska eftir að fá að stofna 3 nýjar íbúðahúsalóðir á jörð sinni skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið sem er í samræmi við gildandi aðalskipulag. Landeigendum heimilað að vinna deiliskipulag á sinn kostnað fyrir reitinn.

16.Skilti og merkingar

2003003

Málefni er varðar nýtt bæjarskilti tekið fyrir að beiðni B-lista. Jafnframt lögð fram gögn og tillögur er varða ný innkomuskilti í sveitarfélagið sem áður hafa verið lögð fram í ráðinu.
B-listi leggur fram eftirfarandi bókun og tillögu varðandi bæjarskilti við sveitarfélagsmörk og við innkomu í byggðarkjarna:Ásýnd og sýnileiki sveitarfélagsins er afar mikilvægur B-listanum:
Til að bæta ímynd sveitarfélagsins og auka sýnileika þess leggur B-listi til að farið verði í hönnun á bæjarskylti við sveitarfélagsmörk og við innkomu í bygðarkjarnana í Suðurnesjabæ. Skyltunum/hleðslunum skal fylgja nafn og merki sveitarfélagsins ásamt því að tryggja að það verði upplýst. Möguleiki er á að nota steypu líkt og í Ölfusi eða grjóthleðslu líkt og í Grindavík í bakgrunn skiltsins til að tryggja endingargott og stílhreint útlit.

Bókun ráðsins:

Ráðið tekur jákvætt í tillögu B-listann. Samkvæmt þriggja ára fjárfestingaáætlun er gert ráð fyrir að verkefnið, Innkomuskilti við bæjarmörk Suðurnesjabæjar verði á áætlun 2025. Umhverissviði falið að uppfæra eldri kostnaðaráætlun verksins og gera ráð fyrir því í fjarfestingaráætlun næsta árs.

17.Reykjanesbraut frá Fitjum að Flugstöð - Sameiginleg skiltastefna

2408053

Undir verkstjórn Kadeco var stofnaður verkefnahópur skipaður fulltrúum Suðurnesjabæjar, Isavia, Reykjanesbæjar og Kadeco til þess að móta sameiginlega skiltastefnu fyrir svæðið meðfram Reykjanesbraut frá Fitjum að flugstöð. Lagt er fram minnisblað hópsins.
Lagt fram til kynningar og upplýsinga. Ráðið styður áfaramhald verefnisins og fyrirhugaða markaðskönnun.

18.Tillaga að stefnu um starfsmannaíbúðir og gistimöguleika starfsmanna á framkvæmdasvæðum

2409070

Reykjanesbær og Suðurnesjabær í samráði við Kadeco leggja fram tillögu að stefnu um starfsmannaíbúðir og gistimöguleika starfsmanna á framkvæmdasvæðum, unna af VSÓ ráðgjöf í maí 2024.



Mörg störf á Suðurnesjum tengjast ferðaþjónustu og mannvirkjagerð og þar á flugvallarsvæðið mjög stóran hlut. Mörg starfanna eru árstíðabundin. Til að mæta vinnuaflsþörf á svæðinu hefur þurft að sækja erlent vinnuafl. Þessu fylgir aukin eftirspurn á húsnæðismarkaði auk þess sem rýming Grindavíkur hefur aukið þörfina á húsnæðismarkaði enn frekar. Vinnuveitendur sem og sveitarfélögin hafa því leitað ýmissa leiða til að tryggja starfsfólki húsnæði til skemmri eða lengri tíma.
Lagnt fram til kynningar.

19.Suðurnesjabær - Mögulegir þéttingarreitir fyrir íbúðarhúsnæði

2403036

Lagt fram og farið yfir frekari þróun málsins.
Ráðið samþykkir að fela skipulagsfulltrú að vinna áfram í samræmi við tillögur í skjalinu og úthluta þeim lóðum sem hæfar eru til úthlutunar í Sandgerði. Ráðið óskar eftir að mögulegir þéttingareitir fyrir Garð verði lagðir fram á næsta fundi ráðsins.

20.Vegagerðin - Viðhalds og framkvæmdarmál innan Suðurnesjabæjar

2004025

Fundagerð árlegs samráðsfundar Suðurnesjabæjar með Vegagerðinni lögð fram.
Lagt fram til upplýsinga.

21.Skerjahverfi - Uppbygging innviða og útboð framkvæmda

2012054

Framkvæmdastaða 2.áfanga Skerjahverfis lögð fram til upplýsinga.
Lagt fram til upplýsingar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í byrjun desember.

22.Starfsáætlun Skipulags- og Umhverfissviðs 2025

2409077

Starfsáætlun Skipulags- og umhverfissviðs lögð fram til kynningar
Lagt fram til kynningar og upplýsinga.

23.Umferðaröryggisáætlun Suðurnesjabæjar

2409078

Undirbúningur og áherslur vegna nýrrar umferðaöryggisáætlunar fyrir Suðurnesjabæ lagðar fram til umræðu en nauðsynlegt er að vinna nýja uppfærða áætlun á grunni eldri áætlana sem voru unnar fyrir Garð og Sandgerði.
Ráðið leggur áherslu á að hafist verði handa við gerð umferðaröryggisáætlunar Suðurnesjabæjar á árinu 2025. og gert verði ráð fyrir því í fjarhagsáætlunargerð Suðurnesjabæjar.

24.Öryggi gangandi sem og akandi við leik og grunnskóla

2409085

B-listinn óskar eftir að hafin verði vinna við aðgerðaáætlun um lýsingu á gangbrautum við allar nærliggjandi skólabyggingar í sveitarfélaginu.
Bókun: Við í B-listanum leggjum fram eftirfarandi bókun um öryggi gangandi vegfarenda við skólabyggingar í sveitarfélaginu:
Öryggi gangandi vegfarenda, sérstaklega barna, er okkur hjartans mál. Við teljum mikilvægt að sveitarfélagið stígi markviss skref til að bæta lýsingu á gangbrautum við skólabyggingar til að tryggja betri sýnileika og öryggi fyrir bæði gangandi og akandi vegfarendur. Nýjustu tæknilausnir, eins og hreyfiskynjarar og LED-lýsing(blue light) sem kviknar þegar vegfarandi nálgast gangbraut, hafa reynst vel í nágranna sveitarfélögum og stuðla að auknu öryggi, sérstaklega á dimmum árstímum. B listi vill að hafist verði handa við aðgerðaáætlun sem tryggir innleiðingu á slíkri tækni hér í sveitarfélaginu við allar skólabyggingar í Suðurnesjabæ og gerð verði ráð fyrir fjármögnun á slíku í næstu fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2025.

Tillaga: B-listinn leggur til að hafin verði vinna við gerð aðgerðaáætlunar um uppsetningu tæknibúnaðar(bláhattar) á gangbrautum við allar skólabyggingar í sveitarfélaginu. Aðgerðaáætlunin skal taka mið af bestu mögulegu lausnum til að auka öryggi gangandi vegfarenda, þar á meðal uppsetningu hreyfiskynjara og LED-lýsingar, sem lýsir bæði gangbrautina sjálfa og viðvörunarljós með lýsingu fyrir akandi umferð. Slík tæknibúnaður hefur þegar verið innleiddur að einhverju leyti í öðrum sveitarfélögum með góðum árangri. Aðgerðaáætlunin skal taka tillit til fjárhagsáætlunar og framkvæmdaáætlunar sveitarfélagsins næsta árs.

Bókun ráðsins:
Innleiðing á bláhöttum er hafin og hefur verið sett upp á nokkrum stöðum. Ráðið tekur undir mikilvægi þess að haldið sé áfram með verkefnið og aðgerðaráætlun um áframhaldið lögð fyrir ráðið.

Fundi slitið - kl. 18:55.

Getum við bætt efni síðunnar?