Fara í efni

Fræðsluráð

3. fundur 16. október 2018 kl. 16:15 - 19:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Elín Björg Gissurardóttir formaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Rúts Sverrisson aðalmaður
  • Sigrún Halldórsdóttir aðalmaður
  • Anna Sóley Bjarnadóttir aðalmaður
  • Jóna María Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson
Dagskrá

1.Skólastjóri Tónlistarskólans í Garði

1810043

Eyþór I. Kolbeins skólastjóri Tónlistarskólans í Garði fór yfir upphaf skólaársins 2018-2019.
Fram kom að aukin aðsókn er við skólann.
Afgreiðsla:
Mál til kynningar.
Fræðsluráð þakkar Eyþóri I. Kolbeins skólastjóra fyrir góða kynningu.
Fræðsluráð bendir á að til að auka möguleika á samstarfi tónlistarskólanna þarf að huga að samgöngum á milli bæjarhluta.


2.Skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis

1810044

Halldór Lárusson skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis fór yfir upphaf skólaársins 2018-2019.
Fram kom að aðsókn hefur aukist að skólanum.
Halldór lagði fram drög að fjárhagsáætlun fyrir skólann.
Afgreiðsla:
Mál til kynningar.
Fræðsluráð þakkar Halldóri Lárussyni skólastjóra fyrir góða kynningu.
Fræðsluráð leggur áherslu á að brugðist verði við fyrsta atriði í viðhaldsáætlun skólastjóra án tafar.

3.Skólastjóri Leikskólans Gefnarborgar

1810046

Ingibjörg Jónsdóttir og Hafrún Víglundsdóttir skólastjórar leikskólans Gefnarborgar fór yfir upphaf skólaársins 2018-2019.
Fram kom að skólinn býr við mikil þrengsli meðan fyrirhuguð viðbygging er í byggingu.
Skólinn hefur brugðist við fjölmenningunni með því að halda kynningarfundi með túlkum fyrir foreldra.
Afgreiðsla:
Mál til kynningar.
Fræðsluráð þakkar Ingibjörgu Jónsdóttur og Hafrúnu Víglundsdóttur skólastjórum fyrir góða kynningu.
Fræðsluráð hvetur til þess að auknu samráði og sambandi framkvæmdasviðs við skólastjórnendur Gefnarborgar vegna framkvæmda við nýbyggingu við skólann verði komið á.

4.Skólastjóri Leikskólans Sólborgar

1810045

Hulda Björk Stefánsdóttir skólastjóri leikskólans Sólborgar fór yfir upphaf skólaársins 2018-2019.
Afgreiðsla:
Mál til kynningar.
Fræðsluráð þakkar Huldu Björk Stefánsdóttur skólastjóra fyrir góða kynningu.

5.Fjárhagsáætlun 2019 - Fræðsluráð

1810048

Fyrir fundinum liggja drög að fjárhagsáætlun 2019 fyrir sameiginlega þætti fræðslu- og uppeldismála.
Þar eru undanskildar fjárhagsáætlanir fyrir skóla sveitarfélagsins.
Afgreiðsla:
Fræðsluráð fór yfir fram lögð drög að fjárhagsáætlun 2019 fyrir sameiginlega þætti fræðslu- og uppeldismála.
Fræðsluráð óskar eftir að fá fjárhagsáætlanir skólanna til yfirferðar á næsta fundi ráðsins.

6.Fræðsluráð: starfsáætlun 2018-2022

1808081

Rætt var um gerð skólastefnu.
Fræðslufulltrúi upplýsti að umræður væru um gerð stefnu á fjölskyldusviði. Samkvæmt nýju stjórnskipuriti eru félagsþjónusta, barnavernd, fræðslumál og frístundir undir fjölskyldusviði og því væri freistandi að samhæfa þá vinnu sem framundan er við gerð íbúastefnu sem mundi innihalda fjölskyldustefnu, skólastefnu, forvarnarstefnu, jafnréttisstefnu og fleiri stefnumótandi þætti sem sveitarfélagið vildi setja sér.
Þar sem gildandi skólastefnur gilda út árin 2019 í Sandgerði og 2020 í Garði er svigrúm til að gefa sér tíma við þessa vinnu.
Afgreiðsla:
Fræðsluráð óskar eftir því við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir samhæfðri vinnu við stefnumótun í sameinuðu sveitarfélagi og skólastefna falli undir þá vinnu. Gert verði ráð fyrir kostnaði vegna þessa við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?