Fara í efni

Fræðsluráð

47. fundur 17. maí 2024 kl. 08:15 - 09:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir formaður
  • Elvar Þór Þorleifsson aðalmaður
  • Elín Björg Gissurardóttir aðalmaður
  • Júdit Sophusdóttir aðalmaður
  • Sunna Rós Þorsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Heiða Ingólfsdóttir Verkefnastjóri á mennta- og tómstundasviði
Dagskrá

1.Skóladagatöl

2405018

Fræðsluráð staðfestir skóladagatal tónlistarskólans í Sandgerði fyrir skólaárið 2024-2025.

2.Skóladagatöl

2405019

Fræðsluráð staðfestir skóladagatal tónlistarskólans í Garði fyrir skólaárið 2024-2025.

3.Skóladagatöl

2405017

Fræðsluráð staðfestir skóladagatal Sólborgar/Grænuborgar fyrir skólaárið 2024-2025.

4.Skóladagatöl

2405016

Fræðsluráð staðfestir skóladagatal leikskólans Gefnarborgar fyrir skólaárið 2024-2025.

5.Leikskólar

2203128

Fræðsluráð telur mikilvægt að ráðist verði í breytingar á dvalartíma barna til að koma til móts við áskoranir sem starfsfólk og börn í leikskólum glíma við. Fræðsluráð telur fækkun starfsdaga á skólaárinu lykilþátt í að stytta dvalartíma barna og minnka álag á starfsfólk og þannig auka gæði menntunar á leikskólastiginu. Fræðsluráð mælir með að teknar verði upp bindandi skráningardagar á 11 tilteknum dögum skólaárið 2024-2025. Málinu er vísað til bæjarráðs.

6.Mennta- og frístundastefna Suðurnesjabæjar

2104028

Bæjarstjóri lagði fram tillögu að starfshópi sem kæmi til meða að stýra innleiðingu á mennta- og tómstundastefnu sveitarfélagsins.Tillögurnar kynntar fræðsluráði.

7.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

2202083

Nýr vefur farsældar barna kynntur fyrir fræðsluráði.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Getum við bætt efni síðunnar?