Fara í efni

Fræðsluráð

35. fundur 21. október 2022 kl. 08:15 - 10:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir formaður
  • Elín Björg Gissurardóttir aðalmaður
  • Sunna Rós Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigfríður Ólafsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Bryndís Guðmundsdóttir deildarstjóri fræðslumála
Dagskrá

1.Foreldranámskeið

2101026

Heiða Ingólfsdóttir kennsluráðgjafi kynnti foreldranámskeið sem haldin eru á vegum fræðsluþjónustu.

2.Landshlutateymi í málefnum fatlaðra barna á Suðurnesjum

2009114

Heiða Ingólfsdóttir kynnti skýrslu Landshlutateymis í málefnum fatlaðra barna á Suðurnesjum.

3.Samþætting þjónustu í þágu barna

2201054

Heiða Ingólfsdóttir kennsluráðgjafi kynnti verkefnið Við saman - samþætting þjónustu í þágu barna.

4.Starfsáætlun fræðsluþjónustu

2006082

Bryndís Guðmundsdóttir deildarstjóri fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar lagði fram starfsáætlun fræðsluþjónustu.

5.Upphaf skólaárs í leik- og grunnskólum.

2210061

Bryndís Guðmundsdóttir deildarstjóri fór yfir upphaf skólaárs í leik- og grunnskólum. Í grunnskólum Suðurnesjabæjar eru 561 nemandi og í leikskólum eru 200 börn m.v tölur í ágúst/september 2022. Fjöldi kennara í báðum grunnskólunum er 70 og þar af eru 48 með kennsluréttindi eða 69%. Í leikskólum eru 57 kennarar og þar af 10 með kennsluréttindi eða um 18%.

6.150 ára afmæli Gerðaskóla og Stóru Vogaskóla

2209037

Úrsula María Guðjónsdóttir formaður fræðsluráðs óskaði Gerðaskóla og Stóru-Vogaskóla til hamingju með 150 ára afmælin.

7.Leikskólinn Sólborg

2209054

Úrsula María Guðjónsdóttir formaður fræðsluráðs lagði fram minnisblað frá Jóni Ben Einarssyni sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs. Hanna leikskólastjóri sagði frá stöðunni í dag og hvað er framundan.

8.Lokun leikskóla á milli jóla og nýárs

2203128

Úrsula María Guðjónsdóttir formaður fræðsluráðs lagði fram minnisblað frá Bryndísi Guðmundsdóttur deildarstjóra fræðsluþjónustu um lokun leikskóla á milli jóla- og nýárs. Miklar umræður sköpuðust um málið. Málinu vísað áfram til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Getum við bætt efni síðunnar?