Fræðsluráð
Dagskrá
Hólmfríður Árnadóttir boðaði forföll í hennar stað sat Eva Sveinsdóttir fundinn. Eyþór Ingi Kolbeins skólasjóri tónlistarskólans í Garði mætti á fundinn og sagði frá starfi tónlistarskólans. Heiða Rafnsdóttir boðaði forföll í hennar stað mætti Hjördís Ýr Hjartardóttir.
1.Tónlistarskólinn í Garði
1911014
Skólastjóri mun fara yfir starfið á liðnu skólaári.
Eyþór Ingi Kolbeins, skólastjóri tónlistarskólans í Garði, fór yfir skólastarfið skólaárið 2019-2020. Fræðsluráð þakkar Eyþóri góða kynningu. Kennarar hafa lært mikið af þessum skrýtna vetri sem þau munu taka með sér áfram inn í næsta vetur og þá sérstaklega hvað varðar tæknimálin sem er mjög ánægjulegt.
2.Gefnarborg
1910050
Leikskólastjóri Gefnarborgar fer yfir starfið skólaárið 2019-2020
Ingibjörg Jónsdóttir, leikskólastjóri Gefnarborgar, fer yfir starfið skólaárið 2019-2020 fræðsluráð Þakkar fyrir góða kynningu. Gaman að heyra af þessu metnarðarfulla starfi sem greinilega fer fram í Gefnarborg.
3.Eineltisáætlun Gerðaskóla
2003050
Skólastjóri fer fyrir ferli Gerðaskóla í eineltismálum.
http://gerdaskoli.is/skolinn/fagradj-um-einelti
http://gerdaskoli.is/files/7b6c27be20241ae7b2a5670c9e3c0b392f99af1c-adgerdaraaetlun.pdf
http://gerdaskoli.is/skolinn/fagradj-um-einelti
http://gerdaskoli.is/files/7b6c27be20241ae7b2a5670c9e3c0b392f99af1c-adgerdaraaetlun.pdf
Eva Björk Sveinsdóttir, skólastjóri Gerðaskóla, fór yfir verklag við eineltisáætlun Gerðaskóla. Fræðsluráð þakkar fyrir góða kynningu. Vinnuferlið er skýrt og gott. Gerðaskóli ætlar að fara í endurskoðun á eineltisáætlun skólans í samstarfi við foreldra næsta vetur.
4.Mat á skólastarfi í Gerðaskóla 2020
2003050
Eva Björk Sveinsdóttir, skólastjóri Gerðaskóla, fór yfir niðurstöður úr könnunum skólapúlsins. Fræðsluráð þakkar góða kynningu.
5.Reglur um stuðning við leiðbeinendur í leik og grunnskólum Suðurnesjabæjar sem fara í réttindanám
1905056
Kristín Helgadóttir, deildarstjóri fræðsluþjónustu, lagði fram breytingatillögu á reglum um stuðning við leiðbeinendur í skólum. Fræðsluráð tekur undir þessar breytingar og telur afar mikilvægt að það sama gildi yfir leiðbeinendur í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Fræðsluráð vísar tillögunni áfram til afgreiðslu í bæjarráði.
6.Skóladagatal Gefnarborgar 2020-2021
2006046
Fræðsluráð staðfestir Skóladagatal Gefnarborgar.
7.Skóladagatal Sólborgar 2020-2021
2006046
Fræðsluráð staðfestir skóladagatal Sólborgar.
Fundi slitið - kl. 18:00.