Fræðsluráð
Dagskrá
1.Skólastjóri Tónlistarskólans í Garði
1810043
Eyþór I. Kolbeins skólastjóri Tónlistarskólans í Garði fór yfir starfið í vetur.
2.Skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis
1810044
Halldór Lárusson skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis fór yfir starfið í vetur.
Halldór fór yfir starfið í skólanum.
Mikill kraftur hefur verið í starfinu.
Biðlistar hafa myndast eftir inngöngu í skólann. Skólastjóri ræddi um þörf fyrir aukningu stöðugilda til að bregðast við þessu. Bent var á að slíkt kallar á erindi til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Vaxandi samvinna hefur verið milli tónlistarskólanna í sveitarfélaginu. Skólinn tók núí fyrsta sinn þátt í Nótunni - uppskeruhátíð tónlistarskóla ásamt Tónlistarskólanum í Garði sem hefur verið með þar frá byrjun.
Starfsmenn skólans tóku einnig þátt í "Tónsuð" sem er samráðs- og fræðslufundur fyrir tónlistarskóla á Suðurnesjum.
Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur í skólanum.
Framundan er námsmat við skólann og samspilsvika 13. 17. maí 2019.
Drög að skóladagataliog liggja fyrir og verður það tilbúið í maí.
Fræðsluráð þakkar Halldóri Lárussyni fyrir upplýsingar um starf Tónlistarskóla Sandgerðis.
Mikill kraftur hefur verið í starfinu.
Biðlistar hafa myndast eftir inngöngu í skólann. Skólastjóri ræddi um þörf fyrir aukningu stöðugilda til að bregðast við þessu. Bent var á að slíkt kallar á erindi til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Vaxandi samvinna hefur verið milli tónlistarskólanna í sveitarfélaginu. Skólinn tók núí fyrsta sinn þátt í Nótunni - uppskeruhátíð tónlistarskóla ásamt Tónlistarskólanum í Garði sem hefur verið með þar frá byrjun.
Starfsmenn skólans tóku einnig þátt í "Tónsuð" sem er samráðs- og fræðslufundur fyrir tónlistarskóla á Suðurnesjum.
Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur í skólanum.
Framundan er námsmat við skólann og samspilsvika 13. 17. maí 2019.
Drög að skóladagataliog liggja fyrir og verður það tilbúið í maí.
Fræðsluráð þakkar Halldóri Lárussyni fyrir upplýsingar um starf Tónlistarskóla Sandgerðis.
3.Skólastjóri Leikskólans Sólborgar
1810045
Hulda Björk Stefánsdóttir skólastjóri leikskólans Sólborgar fór yfir starfið í vetur.
Hulda Björk fór yfir hvernig starfið hefur verið í vetur. Hefur það verið með hefðbundnum hætti. Unnið hefur verið eftir kennsluaðferðinni "Leikur að læra" og hefur starfsfólk fengið námskeið og endurmenntun í tengslum við það. Skólinn heldur áfram að standa við bakið á þeim starfsmönnum sem sækja sér viðbótarnám.
Hulda benti á mikilvægi þess að halda eignum skólans við, bæði húsnæði og lóð. Nú er að koma að eðlilegu viðhaldi á húsnæði og endurbætur á lóð geta ekki beðið lengur.
Fræðsluráð tekur undir með skólastjóra, einkum hvað varðar lóð leikskólans Sólborgar sem taka þarf í gegn sem allra fyrst.
Unnið er að gerð skóladagatals og verður það að öllum líkindum með svipuðum hætti og á yfirstandandi skólaári.
Fræðsluráð þakkar Huldu Stefánsdóttur fyrir upplýsingar um starf Leikskólans Sólborgar.
Hulda benti á mikilvægi þess að halda eignum skólans við, bæði húsnæði og lóð. Nú er að koma að eðlilegu viðhaldi á húsnæði og endurbætur á lóð geta ekki beðið lengur.
Fræðsluráð tekur undir með skólastjóra, einkum hvað varðar lóð leikskólans Sólborgar sem taka þarf í gegn sem allra fyrst.
Unnið er að gerð skóladagatals og verður það að öllum líkindum með svipuðum hætti og á yfirstandandi skólaári.
Fræðsluráð þakkar Huldu Stefánsdóttur fyrir upplýsingar um starf Leikskólans Sólborgar.
4.Skólastjóri Leikskólans Gefnarborgar
1810046
Ingibjörg Jónsdóttir skólastjóri leikskólans Gefnarborgar fór yfir starfið í vetur.
Ingibjörg fór yfir áherslur og markmið starfsins í Gefnarborg. Unnið er eftir Aðalnámskrá leikskóla. Áhersla er lögð á snemmtæka íhlutun, sköpun og sjálfbærni. Unnið er með "Orðaspjall". Skólinn er "Grænfánaskóli og fékk staðfestingu á því í sjötta sinn í dag. Ingibjörg sagði frá verkefninu "Töfraborg" sem snerist um þróun útisvæðis skólans í mikilli samvinnu barna, foreldra og starfsfólks. Verkefnið var unnið síðastliðið vor og hefur vakið mikl ánægju í heimabyggð og athygli utan bæjar. Gefnarborg er heilsueflandi leikskóli.
Skóladagatal fyrir Gefnarborg er í vinnslu.
Fræðsluráð þakkar Ingibjörgu Jónsdóttur fyrir upplýsingar um starf leikskólans Gefnarborgar.
Skóladagatal fyrir Gefnarborg er í vinnslu.
Fræðsluráð þakkar Ingibjörgu Jónsdóttur fyrir upplýsingar um starf leikskólans Gefnarborgar.
5.Skólastjóri Gerðaskóla
1809066
Eva Björk Sveinsdóttir skólastjóri Gerðaskóla fór yfir starfið í vetur.
Eva Björk fór yfir nemendafjölda og mönnun í Gerðaskóla. Hún fór yfir helstu áherslur í starfinu í vetur og starfið framundan. Eva Björk fór yfir ánægjulegar niðurstöður úr Skólapúlsinum og samræmdum prófum.
Hún lagði áherslu á nauðsyn á stækkun skólans vegna fjölgunar nemenda á næsta skólaári. Einnig þaerf að ljúka framkvæmdum á skólalóð með áherslu á bætta aðkomu að skólanum og fullnægjandi aðstöðu fyrir bíastæði við skólann.
Vegna fjölgunar nemenda er fyrirsjáanleg þörf á fjölgun verkefna- eða deildarstjóra.
Eva Björk lagði fram skóladagatal Gerðaskóla fyrir skólaárið 2019-2020 og var það samþykkt af fræðsluráði.
Fræðsluráð þakkar Evu Björk Sveinsdóttur fyrir upplýsingar um starf Gerðaskóla.
Hún lagði áherslu á nauðsyn á stækkun skólans vegna fjölgunar nemenda á næsta skólaári. Einnig þaerf að ljúka framkvæmdum á skólalóð með áherslu á bætta aðkomu að skólanum og fullnægjandi aðstöðu fyrir bíastæði við skólann.
Vegna fjölgunar nemenda er fyrirsjáanleg þörf á fjölgun verkefna- eða deildarstjóra.
Eva Björk lagði fram skóladagatal Gerðaskóla fyrir skólaárið 2019-2020 og var það samþykkt af fræðsluráði.
Fræðsluráð þakkar Evu Björk Sveinsdóttur fyrir upplýsingar um starf Gerðaskóla.
6.Skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði
1809086
Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri Sandgerðisskóla fór yfir starfið í vetur
Hólmfríður Árnadóttir lagði fram sjálfsmatsskýrslu skólans fyrir árið 2018 þar sem ekki hefur gefist tækifæri til þess á fundi fræðsluráð fyrr en nú. Hún fór yfir styrkleika og tækifæri til úrbóta samkvæmt sjálfsmatsskýrslunni.
Þá fór Hólmfríður yfir afar ánægjulegar niðurstöður Skólapúlsins.
Framundan er námsferð starfsfólks til Edinborgar á vegum KVAN- hópsins í skólaheimsóknir til vináttuskóla. Heimsóknin sem fram fer í otóber n.k. er í tengslum við vinnu skólan að "Uppeldi til ábyrgðar".
Sandgerðisskóli hefur á þessu skólaári starfað í 80 ár og af því tilefni verður efnt til vorsýningar í skólanum.
Skólastjóri lagði fram skóladagatal Sandgerðisskóla fyrir skólaárið 2019-2020 og var það samþykkt samhljóða af fræðsluráði.
Fræðsluráð þakkar Hólmfríði Árnadóttur fyrir upplýsingar um starf Sandgerðisskóla.
Þá fór Hólmfríður yfir afar ánægjulegar niðurstöður Skólapúlsins.
Framundan er námsferð starfsfólks til Edinborgar á vegum KVAN- hópsins í skólaheimsóknir til vináttuskóla. Heimsóknin sem fram fer í otóber n.k. er í tengslum við vinnu skólan að "Uppeldi til ábyrgðar".
Sandgerðisskóli hefur á þessu skólaári starfað í 80 ár og af því tilefni verður efnt til vorsýningar í skólanum.
Skólastjóri lagði fram skóladagatal Sandgerðisskóla fyrir skólaárið 2019-2020 og var það samþykkt samhljóða af fræðsluráði.
Fræðsluráð þakkar Hólmfríði Árnadóttur fyrir upplýsingar um starf Sandgerðisskóla.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Starfið hefur gengið mjög vel. Töluverða samvinna hefur verið milli tónlistarskólanna í sveitarfélaginu. Skólinn tók þátt í Nótunni - uppskeruhátíð tónlistarskóla ásamt Tónlistarskóla Sandgerðis.
Starfsmenn skólans tóku þátt í "Tónsuð" sem er samráðs- og fræðslufundur fyrir tónlistarskóla á Suðurnesjum.
Framundan er námsmat í skólanum. Skólinn mun taka þátt í sólseturshátíð.
Skólastjóri hefur hafið undirbúning að því að fagna afmæli skólans sem verður 40 ára 12. september 2019.
Skóladagatal er í vinnslu og verður tilbúið í maí.
Fræðsluráð þakkar Eyþóri I. Kolbeins fyrir upplýsingar um starf Tónlistarskólans í Garði.