Fara í efni

Fræðsluráð

6. fundur 19. mars 2019 kl. 16:00 - 19:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Elín Björg Gissurardóttir formaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Rúts Sverrisson aðalmaður
  • Sigrún Halldórsdóttir aðalmaður
  • Anna Sóley Bjarnadóttir aðalmaður
  • Jóna María Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.
Dagskrá

1.Skólastjóri Tónlistarskólans í Garði

1810043

Eyþór I. Kolbeins skólastjóri Tónlistarskólans í Garði fór yfir starfið í vetur.
Eyþór fór yfir starfið það sem af er vetrar.
Starfið hefur gengið mjög vel. Töluverða samvinna hefur verið milli tónlistarskólanna í sveitarfélaginu. Skólinn tók þátt í Nótunni - uppskeruhátíð tónlistarskóla ásamt Tónlistarskóla Sandgerðis.
Starfsmenn skólans tóku þátt í "Tónsuð" sem er samráðs- og fræðslufundur fyrir tónlistarskóla á Suðurnesjum.
Framundan er námsmat í skólanum. Skólinn mun taka þátt í sólseturshátíð.
Skólastjóri hefur hafið undirbúning að því að fagna afmæli skólans sem verður 40 ára 12. september 2019.
Skóladagatal er í vinnslu og verður tilbúið í maí.
Fræðsluráð þakkar Eyþóri I. Kolbeins fyrir upplýsingar um starf Tónlistarskólans í Garði.

2.Skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis

1810044

Halldór Lárusson skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis fór yfir starfið í vetur.
Halldór fór yfir starfið í skólanum.
Mikill kraftur hefur verið í starfinu.
Biðlistar hafa myndast eftir inngöngu í skólann. Skólastjóri ræddi um þörf fyrir aukningu stöðugilda til að bregðast við þessu. Bent var á að slíkt kallar á erindi til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Vaxandi samvinna hefur verið milli tónlistarskólanna í sveitarfélaginu. Skólinn tók núí fyrsta sinn þátt í Nótunni - uppskeruhátíð tónlistarskóla ásamt Tónlistarskólanum í Garði sem hefur verið með þar frá byrjun.
Starfsmenn skólans tóku einnig þátt í "Tónsuð" sem er samráðs- og fræðslufundur fyrir tónlistarskóla á Suðurnesjum.
Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur í skólanum.
Framundan er námsmat við skólann og samspilsvika 13. 17. maí 2019.
Drög að skóladagataliog liggja fyrir og verður það tilbúið í maí.
Fræðsluráð þakkar Halldóri Lárussyni fyrir upplýsingar um starf Tónlistarskóla Sandgerðis.

3.Skólastjóri Leikskólans Sólborgar

1810045

Hulda Björk Stefánsdóttir skólastjóri leikskólans Sólborgar fór yfir starfið í vetur.
Hulda Björk fór yfir hvernig starfið hefur verið í vetur. Hefur það verið með hefðbundnum hætti. Unnið hefur verið eftir kennsluaðferðinni "Leikur að læra" og hefur starfsfólk fengið námskeið og endurmenntun í tengslum við það. Skólinn heldur áfram að standa við bakið á þeim starfsmönnum sem sækja sér viðbótarnám.
Hulda benti á mikilvægi þess að halda eignum skólans við, bæði húsnæði og lóð. Nú er að koma að eðlilegu viðhaldi á húsnæði og endurbætur á lóð geta ekki beðið lengur.
Fræðsluráð tekur undir með skólastjóra, einkum hvað varðar lóð leikskólans Sólborgar sem taka þarf í gegn sem allra fyrst.
Unnið er að gerð skóladagatals og verður það að öllum líkindum með svipuðum hætti og á yfirstandandi skólaári.
Fræðsluráð þakkar Huldu Stefánsdóttur fyrir upplýsingar um starf Leikskólans Sólborgar.

4.Skólastjóri Leikskólans Gefnarborgar

1810046

Ingibjörg Jónsdóttir skólastjóri leikskólans Gefnarborgar fór yfir starfið í vetur.
Ingibjörg fór yfir áherslur og markmið starfsins í Gefnarborg. Unnið er eftir Aðalnámskrá leikskóla. Áhersla er lögð á snemmtæka íhlutun, sköpun og sjálfbærni. Unnið er með "Orðaspjall". Skólinn er "Grænfánaskóli og fékk staðfestingu á því í sjötta sinn í dag. Ingibjörg sagði frá verkefninu "Töfraborg" sem snerist um þróun útisvæðis skólans í mikilli samvinnu barna, foreldra og starfsfólks. Verkefnið var unnið síðastliðið vor og hefur vakið mikl ánægju í heimabyggð og athygli utan bæjar. Gefnarborg er heilsueflandi leikskóli.
Skóladagatal fyrir Gefnarborg er í vinnslu.
Fræðsluráð þakkar Ingibjörgu Jónsdóttur fyrir upplýsingar um starf leikskólans Gefnarborgar.

5.Skólastjóri Gerðaskóla

1809066

Eva Björk Sveinsdóttir skólastjóri Gerðaskóla fór yfir starfið í vetur.
Eva Björk fór yfir nemendafjölda og mönnun í Gerðaskóla. Hún fór yfir helstu áherslur í starfinu í vetur og starfið framundan. Eva Björk fór yfir ánægjulegar niðurstöður úr Skólapúlsinum og samræmdum prófum.
Hún lagði áherslu á nauðsyn á stækkun skólans vegna fjölgunar nemenda á næsta skólaári. Einnig þaerf að ljúka framkvæmdum á skólalóð með áherslu á bætta aðkomu að skólanum og fullnægjandi aðstöðu fyrir bíastæði við skólann.
Vegna fjölgunar nemenda er fyrirsjáanleg þörf á fjölgun verkefna- eða deildarstjóra.
Eva Björk lagði fram skóladagatal Gerðaskóla fyrir skólaárið 2019-2020 og var það samþykkt af fræðsluráði.
Fræðsluráð þakkar Evu Björk Sveinsdóttur fyrir upplýsingar um starf Gerðaskóla.

6.Skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði

1809086

Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri Sandgerðisskóla fór yfir starfið í vetur
Hólmfríður Árnadóttir lagði fram sjálfsmatsskýrslu skólans fyrir árið 2018 þar sem ekki hefur gefist tækifæri til þess á fundi fræðsluráð fyrr en nú. Hún fór yfir styrkleika og tækifæri til úrbóta samkvæmt sjálfsmatsskýrslunni.
Þá fór Hólmfríður yfir afar ánægjulegar niðurstöður Skólapúlsins.
Framundan er námsferð starfsfólks til Edinborgar á vegum KVAN- hópsins í skólaheimsóknir til vináttuskóla. Heimsóknin sem fram fer í otóber n.k. er í tengslum við vinnu skólan að "Uppeldi til ábyrgðar".
Sandgerðisskóli hefur á þessu skólaári starfað í 80 ár og af því tilefni verður efnt til vorsýningar í skólanum.
Skólastjóri lagði fram skóladagatal Sandgerðisskóla fyrir skólaárið 2019-2020 og var það samþykkt samhljóða af fræðsluráði.
Fræðsluráð þakkar Hólmfríði Árnadóttur fyrir upplýsingar um starf Sandgerðisskóla.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?