Fara í efni

Ferða-, safna- og menningarráð

29. fundur 17. september 2024 kl. 17:00 - 19:13 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir formaður
  • Hlynur Þór Valsson varaformaður
  • Heiðrún Tara Poulsen Stefánsdóttir aðalmaður
  • Óskar Helgason aðalmaður
  • Sunneva Ósk Þóroddsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Vitadagar 2024

2305068

Samantekt og kynning á framkvæmd Vitadaga 2024. Hvað gekk vel, hvað má betur fara, styrktaraðilar, merki, fánar ofl. Ástrós Jónsdóttir þjónustufulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla:
Ráðið vill þakka fyrir góða kynningu á framkvæmd Vitadaga 2024. Ráðið vill einnig þakka öllum þeim sem komu að framkvæmd Vitadaga á einn eða annan hátt, starfsfólki Suðurnesjabæjar, fulltrúum íþróttafélaganna, barna- og unglingaráði Reynis/Víðis, Ungmennaráði, Björgunarsveitunum og öðrum sjálfboðaliðum. Styrktaraðilum hátíðarinnar er þakkað sérstaklega fyrir þeirra framlag.

2.Fjárhagsáætlun 2025-2028

2405023

Starfsáætlanir Byggðasafns og Bókasafns kynntar. Margrét Ingibjörg Ásgeirsdóttir forstöðumaður safna sat fundinn undir þessum lið.

Afgreiðsla:
Ráðið þakkar Margréti kærlega fyrir góða og ítarlega kynningu. Starfsáætlanir lagðar fram.

3.Menningarsjóður Suðurnesjabæjar

2009041

Staða menningarsjóðs kynnt ásamt yfirliti yfir úthlutun 2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

4.Viðburðir og menningarmál

2305068

Kynning á almyrkva sólar 12. ágúst 2026.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

5.Fundaáætlun

2305068

Fundaáætlun ráðsins 2024-2025.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:13.

Getum við bætt efni síðunnar?