Fara í efni

Bæjarstjórn

72. fundur 04. september 2024 kl. 17:30 - 19:06 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Jónína Magnúsdóttir forseti
  • Einar Jón Pálsson aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson annar varaforseti
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir fyrsti varaforseti
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá
Áður en gengið var til dagskrár var eftirfarandi bókað:
Bæjarstjórn lýsir ánægju með vel heppnaða bæjarhátíð Suðurnesjabæjar, Vitadagar - hátíð milli vita, sem stóð yfir alla vikuna 26.ágúst til 1.september sl. Bæjarstjórn þakkar öllum sem komu að undirbúningi, skipulagningu og framkvæmd dagskrár Vitadaga og þakkar íbúum fyrir þátttökuna. Einnig þakkar bæjarstjórn þeim aðilum sem lögðu til stuðning við Vitahátíð.

1.Barnavernd vistheimili

2309012

Á 53. fundi fjölskyldu-og velferðarráðs dags. 29.08.2024 var lögð fram skýrsla vinnuhóps um fjölskylduhús á Suðurnesjum. Fjölskyldu-og velferðarráð leggur áherslu á að neyðarástand ríkir í málefnum barna með fjölþættan vanda og leggur til að næstu skref að stofnun vistheimilis verði stigin sem allra fyrst.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að óska eftir því að vinnuhópur um rekstur sameiginlegs vistheimilis á Suðurnesjum vinni að því að næstu skref verði stigin við stofnun vistheimilis.

2.Fjárhagsaðstoð - Suðurnesjabær og Vogar

2301003

Á 53. fundi fjölskyldu-og velferðarráðs dags. 29.08.2024 voru breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð hjá Suðurnesjabæ lagðar fram og samþykktar. Fjölskyldu-og velferðarráð samþykkti breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð og vísaði málilnu til samþykktar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að staðfesta breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð hjá Suðurnesjabæ.

3.Gerðatún Efra - Reitur við Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut - Tillaga að deiliskipulagi

2202043

Á 55. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs dags. 22.07.2024 var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að staðfesta deiliskipulagstillögu með breytingum sem koma fram í bókun ráðsins. Á 148.fundi bæjarráðs var samþykkt að staðfesta deiliskipulagstillöguna, en þar sem vafi leikur á hæfi eins fulltrúa við afgreiðslu málsins í bæjarráði er málið tekið aftur til afgreiðslu í bæjarstjórn. Laufey Erlendsdóttir vék af fundi og Jón Ragnar Ástþórsson tók sæti hennar við afgreiðslu málsins.
Til máls tóku: LE, MSM, EJP, AKG
Afgreiðsla:
Samþykkt með 6 atkvæðum að staðfesta tillögu um deiliskipulag reits við Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut, skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun deiliskipulagið til staðfestingar í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar B-lista og Magnús Sigfús Magnússon sátu hjá við afgreiðslu málsins.

4.Bæjarstjórn og bæjarráð - fundaáætlun

2205102

Laufey Erlendsdóttir tók aftur sæti á fundinum. Drög að fundaáætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs tímabilið september 2024 til júní 2025.
Afgreiðsla:
Fundaáætlun samþykkt samhljóða

5.Bæjarráð - 144

2406000F

Fundur dags. 12.06.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

6.Bæjarráð - 145

2406012F

Fundur dags. 26.06.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

7.Bæjarráð - 146

2406024F

Fundur dags. 10.07.2024.
Til máls tóku: ÚMG, AKG, MSM

Fulltrúar B-lista lögðu fram eftirfarandi bókun við mál 7.6, Gjaldfrjálsar skólamáltíðir:
B listi lýsir yfir mikilli ánægju með að gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum séu loks orðnar að veruleika. Þetta var eitt helsta baráttumál B lista fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar árið 2022.
Hugsjón Framsóknar í Suðurnesjabæ er sú að á Íslandi, þar sem skólaskylda er til staðar, sé bæði velferðar- og jafnréttismál að tryggja raunverulega gjaldfrjálsa grunnskólamenntun án aðgreiningar og endurgjalds. Með þessu stuðlum við að jafnræði meðal barna, óháð stöðu foreldra, og tryggjum að öll börn fái heita máltíð yfir daginn.
Við í B lista viljum að hver og einn hafi sama rétt til menntunar, þroska, grundvallarlífskjara og náttúrugæða, óháð uppruna, heilsu eða efnahag. B listi telur því að gjaldfrjálsar skólamáltíðir séu stórt framfaraskref í þágu barna.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

8.Bæjarráð - 147

2407008F

Fundur dags. 22.07.2024.
Til máls tóku: MSM, SBJ, AKG, JM.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

9.Bæjarráð - 148

2407018F

Fundur dags. 14.08.2024.
Til máls tóku: MSM
Afgreiðsla:
Lagt fram.

10.Bæjarráð - 149

2408010F

Fundur dags. 28.08.2024.
Til máls tóku: AKG, SBJ, MSM, MS, EJP, JM.

Fulltrúar B-lista lögðu fram eftirfarandi bókun um mál 10.6, Heilbrigðisþjónusta í Suðurnesjabæ:
B-listi Framsóknar lýsir yfir ánægju með það réttlætismál sem nú er að raungerast, að heilbrigðisþjónusta verður brátt í boði í heimabyggð fyrir íbúa Suðurnesjabæjar.
Framsóknarflokkurinn hefur tekið mikilvægt skref í átt að því að tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir íbúa Suðurnesjabæjar. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur unnið þrekvirki í því að efla heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum.
Unnið verður markvisst að því að opna heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ. Starfsemin mun fara fram í húsnæði Suðurnesjabæjar að Miðnestorgi 3 eigi síðar en 1. maí 2025, og tryggir þannig íbúum aðgengi að þjónustunni í heimabyggð. Grundvöllur skipulags heilbrigðisþjónustunnar er að allir íbúar séu skráðir á heilsugæslustöð sem næst lögheimili þeirra, og þannig verður heilsugæslan sterk undirstaða heilbrigðiskerfisins.
Stefna Framsóknarflokksins um heilbrigðismál undirstrikar þetta vel: „Heilbrigðiskerfið er hornsteinn samfélagsins og byggir undir hagsæld þjóðarinnar. Það byggir á félagslegum grunni þar sem hið opinbera tryggir landsmönnum jafnt aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Framsókn leggur áherslu á mikilvægi þess að standa vörð um heilbrigðiskerfið og, umfram allt, tryggja jafnt og tímanlegt aðgengi að öflugri heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu.“
Willum Þór, heilbrigðisráðherra, hefur sagt að það sé algjört forgangsatriði að bæta heilsugæsluna á Suðurnesjum, og það hefur hann og við í Framsókn sýnt í verki.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

11.Fjölskyldu- og velferðarráð - 53

2408017F

Fundur dags. 29.08.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

12.Fasteignafélagið Sunnubraut 4

2006050

Fundargerð aðalfundar dags. 28.08.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:06.

Getum við bætt efni síðunnar?