Fara í efni

Bæjarstjórn

70. fundur 05. júní 2024 kl. 17:30 - 19:07 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson fyrsti varaforseti
  • Sunneva Ósk Þóroddsdóttir varamaður
  • Jónína Magnúsdóttir annar varaforseti
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Garðbraut 94 - Íþróttamiðstöðin í Garði - Tjón á gólfi í íþróttasal

2402071

Á 142.fundi bæjarráðs dags. 15.05.2024 voru samþykktar samhljóða tillögur í minnisblaði sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs um endurnýjun á gólfi íþróttasalar. Bæjarstjóra var falið að fylgja málinu eftir og kynna breytingu á fjárfestingaáætlun.
Til máls tók: MS

Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.Fjárhagsáætlun 2025-2028

2405023

Á 142. fundi bæjarráðs dags. 15.05.2024 voru eftirfarandi markmið fyrir vinnslu fjárhagsáætlunar samþykkt samhljóða:


Megin markmið verði að standast fjárhagsleg viðmið um jafnvægisreglu og skuldareglu sbr 64.grein Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Framlegð frá rekstri A og B hluta verði ekki undir 11%.

Veltufé frá rekstri verði ekki undir 600 mkr. á ári á næstu árum, til að standa undir afborgunum lána og sem mestu af fjárfestingum næstu ára.

Fjárfestingar verði sem mest fjármagnaðar með skatttekjum og söluhagnaði eigna á næstu árum, þannig að lántökum verði haldið í lágmarki.

Áhersla á ábyrgð og aðhald í fjármálum, bæði varðandi rekstur og fjárfestingar, en á sama tíma og út frá framangreindum markmiðum verði ekki dregið úr þjónustu við íbúa, heldur verði langtímamarkmið að bjóða íbúum upp á sem mesta og besta þjónustu á öllum þeim sviðum sem sveitarfélaginu ber að gera.

Gjaldskrá þjónustugjalda haldist í takti við þróun verðlags.

Til máls tók: SBJ

Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

3.Samstarfssamningur við Hollvini Unu í Sjólyst

2006061

Á 142. fundi bæjarráðs dags. 15.05.2024 var samstarfssamningur við Hollvini Unu í Sjólyst samþykktur samhljóða.


Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

4.Leikskólinn Sólborg

1901046

Á 143. fundi bæjarráðs dags. 29.05.2024 var samþykkt samhljóða að staðfesta samkomulag við Skóla ehf um samningslok samnings um rekstur leikskólans sem undirritaður var 30.júní 2023 og að Suðurnesjabær taki yfir rekstur leikskólans. Bæjarstjóra faliði að fylgja málinu eftir.


Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

5.Leikskólar

2203128

Á 143. fundi bæjarráðs dags. 29.05.2024 var samþykkt samhljóða að fara leið B samkvæmt tillögu frá fræðsluráði, að teknir verði upp bindandi skráningardagar á 11 tilteknum dögum skólaárið 2024-2025. Sviðsstjóra mennta-og tómstundasviðs falið að fylgja málinu eftir og kynna niðurstöður í fræðsluráði þegar þær liggja fyrir.
Til máls tók: JM

Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

6.Íþróttamannvirki

1901070

Á 143. fundi bæjarráðs dags. 29.05.2024 var eftirfarandi tillaga samþykkt af fulltrúum B-lista og D-lista, fulltrúi O-lista sat hjá.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að íþróttamannvirkið gervigrasvöllur í Suðurnesjabæ fyrir bæði lið sveitarfélagsins verði reist á aðalvellinum í Sandgerði. Allir nauðsynlegir innviðir eru til staðar á aðalvellinum í Sandgerði eins og til dæmis 340 manna stúka, salernisaðstaða fyrir áhorfendur, vélageymsla og plássgott félagsheimili.

Auk þess leggur bæjarráð til að starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja sem þegar hefur verið skipaður af bæjarráði geri þarfagreiningu og skili af sér tillögum um uppbyggingu íþróttamannvirkja til næstu ára.

Starfshópurinn hafi það að leiðarljósi að jafnræðis skuli gætt milli byggðakjarna sveitarfélagsins þegar kemur að frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja.

Bæjarráð þakkar verkfræðistofunni Verkís ásamt starfsmönnum Suðurnesjabæjar fyrir þeirra framlag í málinu.

Til máls tóku: LE, OKÁ, EJP, SBJ, MSM, JM, AKG,

Bæjarfulltrúar O-lista (Bæjarlistans) leggja fram eftirfarandi bókun og tillögu:

"Bæjarlistinn styður uppbyggingu gervigrasvallar í Suðurnesjabæ.
Bæjarlistinn styður hins vegar ekki tillögu, vinnubrögð og forsendur B- og D- lista í þessu máli.
Það var að frumkvæði Bæjarlistans sem lagður var fram vinnsluferill í málinu í júní 2022. Í september var einungis einum lið af fimm lokið og lýstu fulltrúar Bæjarlistans yfir áhyggjum af töfum í málinu með bókun í bæjarstjórn þann 7.9.2022. Síðan þá hefur minnihlutinn þrýst á að tillögur um staðsetningu verði lagðar fram. Tvær tillögur hafa komið frá minnihlutanum. Bæjarlistinn lagði fram vel rökstudda tillögu í mars sl. um að völlurinn yrði staðsettur á skipulögðu íþróttasvæði á milli Garðs og Sandgerðis, og teljum við að það sé besta lausnin þegar horft er til framtíðaruppbyggingar. Fulltrúar meirihlutans hafa forðast að taka ákvörðun í málinu í tvö ár. Þau hafa varpað ábyrgðinni yfir á íþróttafélögin og sakað þau um að geta ekki komið sér saman um staðsetningu vallarins.
Verkfræðistofa hefur verið fengin til að vinna valkostagreiningu um staðsetningu vallarins (maí 2022) og samanburðargreiningu á Reynis- og Víðisvelli (jan. 2024). Í framhaldinu komu engar tillögur um staðsetningu frá meirihlutanum.
Málinu var svo vísað í samráðsteymi um uppbyggingu- og viðhaldsáætlun íþróttamannvirkja í mars 2024 og var teyminu falið að vinna tillögu um staðsetningu gervigrasvallar og skila til bæjarráðs. Jafnframt var lögð áhersla á að knattspyrnufélögin tækju þátt í vinnslu tillögunnar. Teymið fundaði með forsvarsmönnum félaganna og voru fundarmenn sammála um að aðstaða til æfinga og keppni yfir sumartímann er betri í Sandgerði en í Garði og aðstaða til knattspyrnu almennt betri í Sandgerði. Í framhaldi var lögð fram vel rökstudd tillaga um að leggja gervigrasvöll á gamla malarvöllinn í Garði. Formenn félaganna ræddu tillöguna í sínum stjórnum. Full sátt var með tillöguna í stjórn Víðis og var hún jafnframt samþykkt í stjórn Reynis með ákveðnum skilyrðum um frekari uppbyggingu við Reynisvöll. Niðurstaðan var lögð fyrir bæjaráð þann 29.5.2024.
Þá leggja hins vegar meirihluti bæjarráðs, fulltrúar B- og D lista fram allt aðra tillögu eftir stutt fundarhlé.
Fulltrúar Bæjarlistans telja ekki hægt að taka þátt í að bera ábyrgð á svo ómarkvissu og ófaglegu ferli og telja sig því knúna til að vera á móti tillögu bæjarráðs. Þó svo að við höfum lagt fram tillögu um uppbyggingu í „miðjunni“ og teljum þá staðsetningu besta fyrir framtíðaruppbyggingu er eðlilegt að fallast á tillögu stýrihópsins þar sem sátt ríkir um hana innan íþróttafélaganna.
Bæjarlistinn leggur til að unnið verði eftir tillögum í minnisblaði stýrihópsins."


Afgreiðsla:

Tillaga O-lista um að vinna eftir tillögum í minnisblaði stýrihóps felld með 5 atkvæðum B-lista, S-lista og einum fulltrúa D-lista.
Tveir fulltrúar D-lista ásamt fulltrúum O-lista greiddu atkvæði með tillögunni.

Næst var tekin fyrir tillaga fulltrúa B og D lista sem samþykkt var á 143. fundi bæjarráðs 29.maí 2024. Tillaga var samþykkt með 5 atkvæðum B-lista, S-lista og einum fulltrúa D-lista.
Tveir fulltrúar D-lista ásamt fulltrúum O-lista greiddu atkvæði á móti tillögunni.

Bókun með afstöðu til tillögu fulltrúa B- og D-lista í bæjarráði frá tveimur fulltrúum D lista:
"Tillaga fulltrúa B- og D-lista í bæjarráði er ekki til þess fallin að skapa sátt í samfélaginu eins og fram hefur komið. Bæjarráð samþykkti í lok mars að skipa samráðsteymi til að vinna tillögu að staðsetningu gervigrasvallar og skila til bæjarráðs. Lögð var þar áhersla á að knattspyrnufélögin tækju þátt og öxluðu ábyrgð á vinnu að tillögu um staðsetningu. Þessi samþykkt var svo staðfest í bæjarstjórn í apríl.
Niðurstöður og tillögur samráðshópsins eru settar fram eftir mjög góðar og málefnalegar umræður með forsvarsmönnum félaganna, eins og fram kemur í minnisblaðinu.
Ljóst má vera af bókunum stjórna félaganna að hvorugt félagið leggst gegn tillögum samráðsteymisins og því mesta mögulega sáttin um framkvæmdina að fara eftir þeim tillögum.
Það er því óskiljanlegt að bæjarfulltrúar vilji ekki fara eftir niðurstöðu samráðshópsins sem er til þess fallin að skapa mestu mögulegu sáttina um framkvæmdina.
Við undirritaðir bæjarfulltrúar D-lista getum því ekki samþykkt, né setið hjá og greiðum afstöðu gegn tillögunni.
Einar Jón Pálsson
Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir"

Bókun frá tveimur fulltrúm D lista:
"Nú þegar afgreiðsla þessa máls liggur fyrir óskum við eftir að hönnun, sem og endanlegt kostnaðarmat verði lagt fram, þar sem nánari greining verði gerð á kostnaði við að rétta af völlinn enda er mismunur um 2 metrar milli horna vallarins. Á þessum stöðum hefur verið sýnt fram á að aðeins er um 1 metri niður á klöpp og því verulegu kostnaður sem af því hlýst að rétta hann af. Í skýrslum Verkís hefur ekki hefur verið reiknað út hver þessi kostnaður er.
Jafnframt verði hafnar samningaviðræður Knattspyrnufélagið Reynir um afsal vallarins og skoðað hvaða áhrif það muni hafa á störf og fjárhag félagsins. Rétt er að benda á að nýr völlur verður í umsjón sveitarfélagsins og munu bæði félög og allir flokkar félaganna eiga jafnan rétt á notkun hans og í raun eiga börnin að vera í forgangi. Ljóst er að hætta er á að tekjur Reynis muni minnka og verður að vera ljóst hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér.
Ofangreint verði lagt fram sem fyrst en að minnsta kosti áður en ákvörðun um útboð fer fram.
Einar Jón Pálsson
Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir"7.Farsældarráð barna - samstarfssamningur

2405077

Á 143. fundi bæjarráðs dags. 29.05.2024 var samþykkt samhljóða að fara sameiginlega í þetta verkefni í gegnum Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

8.Grindavík - Aukinn kostnaður grunnskóla í kjölfar náttúruhamfara

2405072

Á 143. fundi bæjarráðs dags. 29.05.2024 var samþykkt samhljóða að við uppgjör á kostnaði vegna skólagöngu grindvíkskra barna verði miðað við 30% af viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

9.Bæjarráð - kosning í bæjarráð

2005098

Kosning fulltrúa í bæjarráð til eins árs, sbr. 26.gr. samþykktar um stjórn Suðurnesjabæjar.
Til máls tók: EJP

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Aðalfulltrúar: Anton Kristinn Guðmundsson formaður, Einar Jón Pálsson varaformaður og Sigursveinn Bjarni Jónsson. Áheyrnarfulltrúi Laufey Erlendsdóttir.
Varafulltrúar: Úrsúla María Guðjónsdóttir, Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir og Elín Frímannsdóttir. Áheyrnarfulltrúi til vara Jónína Magnúsdóttir.

Afgreiðsla:
Tillaga samþykkt.
Fulltrúar B-lista greiddu atkvæði á móti tillögunni ásamt einum fulltrúa D-lista.

10.Sumarleyfi bæjarstjórnar

2005099

Með tilvísun í 4.mgr. 8.gr. samþykktar um stjórn Suðurnesjabæjar, samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála meðan sumarleyfi bæjarstjórnar stendur yfir, frá og með 6.júní til 4.september 2024. Næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verður miðvikudaginn 4.september 2024.

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða.

11.Bæjarstjórn og bæjarráð - fundaáætlun

2205102

Fundaáætlun bæjarráðs og bæjarstjórnar tímabilið júní ? september 2024.

Afgreiðsla:
Fundaráætlun samþykkt samhljóða.

12.Bæjarráð - 142

2405006F

Fundur dags. 15.05.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

13.Bæjarráð - 143

2405015F

Fundur dags. 29.05.2024.
Til máls tóku: LE

Afgreiðsla:
Lagt fram.

14.Fjölskyldu- og velferðarráð - 51

2405016F

Fundur dags. 21.05.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

15.Fræðsluráð - 47

2405007F

Fundur dags. 17.05.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

16.Íþrótta- og tómstundaráð - 22

2405014F

Fundur dags. 22.05.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

17.Framkvæmda- og skipulagsráð - 54

2405021F

Fundur dags. 29.05.2024.
Tók til máls: JM

Afgreiðsla:
Lagt fram.

18.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2024

2401028

801. fundur stjórnar dags. 15.05.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

19.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2024

2401024

a) 588. fundur stjórnar dags. 07.05.2024.

b) Aðalfundur 2024 dags. 18.04.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

20.Brunavarnir Suðurnesja - fundargerðir 2024

2403002

a) 81. fundur stjórnar dags. 18.03.2024.

b) 82. fundur stjórnar dags. 04.04.2024.

c) 83. fundur stjórnar dags. 02.05.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

21.Svæðisskipulag Suðurnesja - fundargerðir 2024

2402100

46. fundur dags. 14.05.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

22.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja - fundargerðir

2301091

311. fundur dags. 23.05.2024.
Afgreiðsla:
lagt fram.

23.Þekkingarsetur Suðurnesja fundargerðir 2024

2405091

51. fundur stjórnar dags. 22.05.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:07.

Getum við bætt efni síðunnar?