Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Ársreikningur Suðurnesjabæjar 2023
2403091
Síðari umræða.
2.Sumarfrístund
2403039
Á 140. fundi bæjarráðs dags. 10.04.2024 var samhljóða samþykkt tillaga um sumarfrístund fyrir elstu börn leikskóla.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
3.Atvinnutengt nám
2403038
Á 140. fundi bæjarráðs dags. 10.04.2024 voru samhljóða samþykktar starfsreglur um atvinnutengt nám í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
4.Starfsnámsskólar
2401019
Á 140. fundi bæjarráðs dags. 10.04.2024 var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja erindi frá Mennta-og barnamálaráðuneyti varðandi stækkun Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir verknám.
Til máls tók: MS
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu málsins, þar sem ekki liggja fyrir nýjar upplýsingar um kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins vegna verkefnisins.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu málsins, þar sem ekki liggja fyrir nýjar upplýsingar um kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins vegna verkefnisins.
5.Nágrannagjöf til íbúa Grindavíkur
2404155
Á 141. fundi bæjarráðs dags. 24.04.2024 var samþykkt samhljóða að taka þátt í að færa íbúum Grindavíkur kærleiksgjöf í formi ljóslistaverks með útfærslu á byggðamerki Grindavíkur, að því gefnu að góð samstaða verði meðal viðkomandi sveitarfélaga um þáttöku.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
6.Umhverfis- og loftlagsstefna Suðurnesjabæjar
2209067
Á 53. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs dags. 17.04.2024 var Umhverfis-og loftslagsstefna Suðurnesjabæjar samþykkt og samþykkt að vísa stefnunni til samþykktar í bæjarstjórn.
Til máls tóku: LE, EJP, JM.
Afgreiðsla:
Umhverfis-og loftslagsstefna Suðurnesjabæjar samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla:
Umhverfis-og loftslagsstefna Suðurnesjabæjar samþykkt samhljóða.
7.Gerðatún Efra - Reitur við Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut - Tillaga að deiliskipulagi
2202043
Á 53. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs dags. 17.04.2024 var samþykkt að auglýsa og kynna framlagða tillögu að deiliskipulagi reits við Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut skv. 41. gr. skipulagslaga.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að auglýsa og kynna tillögu að deiliskipulagi reits við Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut skv. 41.gr. Skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða að auglýsa og kynna tillögu að deiliskipulagi reits við Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut skv. 41.gr. Skipulagslaga.
8.Reglur um úthlutun lóða í Suðurnesjabæ
2110054
Á 53. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs dags. 17.04.2024 var samþykkt að leggja reglur um úthlutun lóða í Suðurnesjabæ fram í bæjarstjórn til samþykktar.
Til máls tóku: AKG, EJP.
Afgreiðsla:
Reglur um úthlutun lóða í Suðurnesjabæ samþykktar samhljóða.
Afgreiðsla:
Reglur um úthlutun lóða í Suðurnesjabæ samþykktar samhljóða.
9.Kosning aðal-og varamanna í nefndir og ráð Suðurnesjabæjar til fjögurra ára
2205101
Breyting á nefndarskipan S-lista í fræðsluráði.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að Sigurbjörg Ragnarsdóttir verður aðalmaður í fræðsluráði í stað Sunnu Rósar Þorsteinsdóttur. Varamaður verður Ástrós Jónsdóttir í stað Sigurbjargar Ragnarsdóttur.
Samþykkt samhljóða að Sigurbjörg Ragnarsdóttir verður aðalmaður í fræðsluráði í stað Sunnu Rósar Þorsteinsdóttur. Varamaður verður Ástrós Jónsdóttir í stað Sigurbjargar Ragnarsdóttur.
10.Bæjarráð - 140
2404004F
Fundur dags. 10.04.2024.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
11.Bæjarráð - 141
2404017F
Fundur dags.24.04.2024
Til máls tóku: JM, EF, EJP, MS.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
12.Fjölskyldu- og velferðarráð - 50
2404001F
Fundur dags. 04.04.2024.
Til máls tóku: JM
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
13.Framkvæmda- og skipulagsráð - 53
2404011F
Fundur dags. 17.04.2024.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
14.Íþrótta- og tómstundaráð - 21
2404018F
Fundur dags. 24.04.2024.
Til máls tóku: AKG, MS, JM.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
15.Ungmennaráð - 1
2404024F
Fundur dags. 01.05.2024.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
16.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2024
2401045
947. fundur stjórnar dags.19.04.2024.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
17.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2024
2401028
800. fundur stjórnar dags.10.04.2024.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
18.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2024
2401024
557. fundur stjórnar dags. 09.04.2024.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
19.Svæðisskipulag Suðurnesja - fundargerðir 2024
2402100
45. fundur dags. 11.04.2024.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
20.Almannavarnarnefnd Suðurnesja utan Grindavíkur - fundargerðir
1905009
69. fundur dags. 01.03.2024.
Til máls tóku: AKG.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
21.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja - fundargerðir
2301091
310. fundur dags. 18.04.2024.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
Fundi slitið - kl. 18:20.
Til máls tóku: MS, SBJ, EJP
Rekstrartekjur í samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta námu 6.324 milljónum króna, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir að rekstrartekjur væru 5.873 milljónir. Rekstrartekjur A hluta bæjarsjóðs voru 5.983 milljónir en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir að rekstrartekjur væru 5.580 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða í samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta er neikvæð að fjárhæð 39 milljónir króna en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að niðurstaðan væri jákvæð 29 milljónir. Rekstrarafkoma A hluta bæjarsjóðs er neikvæð að fjárhæð 12 milljónir en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að niðurstaðan væri jákvæð að fjárhæð 43 milljónir króna. Eigið fé í árslok nam 4.348 milljónum króna, þar af nam eigið fé A hluta 4.776 milljónum.
Heildareignir í samanteknum reikningi A og B hluta eru 10.411 milljónir. Heildar skuldir og skuldbindingar eru kr. 6.063 milljónir. Lífeyrisskuldbinding hækkar frá fyrra ári og er 1.394 milljónir í árslok 2023. Langtímaskuldir við lánastofnanir eru 3.620 milljónir og næsta árs afborganir langtímalána verða 289 milljónir. Eigið fé í samanteknum reikningi A og B hluta er 4.347 milljónir.
Hlutfall reglulegra tekna af heildarskuldum og skuldbindingum er 65,38% hjá sjóðum A og B hluta, en var 66,7% árið 2022. Hlutfallið hjá A hluta er 44,98% en var 44,1% árið 2022. Samkvæmt 2. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%.
Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 702 milljónum í veltufé frá rekstri, sem er um 11,1% af rekstrartekjum. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum A og B hluta nam 753 milljónum. Á árinu 2023 voru tekin ný langtímalán að fjárhæð 200 milljónir krónur. Handbært fé lækkaði um kr. 116 milljónir frá fyrra ári og var handbært fé í árslok 2023 545 milljónir.
Íbúafjöldi í Suðurnesjabæ 1. desember 2023 samkvæmt lögheimilisskráningu hjá Þjóðskrá var 4.036 og fjölgaði íbúum frá fyrra ári um 126, eða um 3,2%.
Rekstur málaflokka í A-hluta bæjarsjóðs var nánast samkvæmt fjárhagsáætlun ársins. Helstu neikvæð frávik í rekstri í samanteknum rekstrarreikningi A-og B hluta miðað við fjárhagsáætlun felast í hækkun lífeyrisskuldbindinga og afskrifta og hins vegar í rekstri eignasjóðs og B-hluta stofnana. Helstu frávik til aukinna tekna frá því sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun koma helst fram í meiri útsvarstekjum en áætlað var og endurspeglar það m.a. aukinn kraft í atvinnulífinu, auk þess sem fjölgun útsvarsgreiðenda skilaði auknum tekjum. Þá voru framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
Afgreiðsla:
Ársreikningur Suðurnesjabæjar fyrir árið 2023 samþykktur samhljóða.
Bæjarstjórn telur rekstrarafkomu ársins viðunandi miðað við aðstæður og þakkar starfsfólki Suðurnesjabæjar fyrir þeirra framlag í rekstri og starfsemi sveitarfélagsins. Ársreikningur Suðurnesjabæjar 2023 ber með sér að efnahagur sveitarfélagsins er traustur, sem skapar forsendur fyrir áframhaldandi uppbyggingu innviða og þjónustu við íbúa næstu misseri og ár.