Bæjarstjórn
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að bæta fundargerð 107. fundar bæjarráðs við dagskrá fundarins sem fellur undir 11. mál í dagskrá.
1.Fjárhagsáætlun 2023-2026
2206013
Fyrri umræða.
Til máls tóku: MS, JM, EJP og SBJ.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að álagningarhlutfall útsvars árið 2023 verði óbreytt, eða 14,52%. (sbr. samþykkt 105.fundar bæjarráðs, liður 9.3 í fundargerð).
Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að álagningarhlutfall útsvars árið 2023 verði óbreytt, eða 14,52%. (sbr. samþykkt 105.fundar bæjarráðs, liður 9.3 í fundargerð).
Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.
2.Sólborg - Úttekt á loftgæðum og innivist
2209054
á 105. fundi bæjarráðs dags. 11. október var minnisblað frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs lagt fram samþykkt samhljóða kaup á gámaeiningum og uppsetningu þeirra, kr. 29.060.640 eins og lagt er til í minnisblaði og viðauki vegna verkefnisins verði lagður fram sem fyrst.
Bæjarráð þakkar skjót viðbrögð skipulags- og umhverfissviðs, fjölskyldusviðs og starfsmanna leikskólans í vinnslu við málið og leggur áherslu á að málið verði unnið hratt og örugglega.
Bæjarráð þakkar skjót viðbrögð skipulags- og umhverfissviðs, fjölskyldusviðs og starfsmanna leikskólans í vinnslu við málið og leggur áherslu á að málið verði unnið hratt og örugglega.
Til máls tóku: EJP, JM og MS.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
3.Stytting vinnuvikunnar
2009066
Á 105. fundi bæjarráðs dags. 11. október var minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og deildarstjóra fræðslumála lagt fram. Bæjarráð samþykkti framkomnar tillögur um styttingu vinnuvikunnar í grunnskólum Suðurnesjabæjar sem tilraunaverkefni til eins árs. Bæjarráð telur að skoða verði hvort skerðing á starfsdögum sem lagt er til komi niður á undirbúningi og eflingu skólastarfs áður en framtíðarskipulag styttingar vinnuvikunnar verður ákveðið.
Bæjarráð leggur til við deildarstjóra fræðslumála að skoðað verði hvort aukin samræming skóladagatala leik- og grunnskóla sé ekki möguleg fyrir næsta skólaár.
Bæjarráð leggur til við deildarstjóra fræðslumála að skoðað verði hvort aukin samræming skóladagatala leik- og grunnskóla sé ekki möguleg fyrir næsta skólaár.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
4.Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar
2204038
Á 105. fundi bæjarráðs dags. 11. október var samþykkt samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að staðfesta viðauka 5 að upphæð 1.6 mkr. vegna vinnu KPMG við reiknilíkan vegna grunnskóla.
Afgreiðsla:
Viðauki 5 samþykktur samhljóða.
Viðauki 5 samþykktur samhljóða.
5.Leikskólar
2203128
Á 35. fundi fræðsluráðs var minnisblað vegna lokunar leikskóla á milli jóla og nýárs lagt fram og málinu vísað áfram til bæjarráðs.
Til máls tóku: JM, SBJ, AKG, EF, ÚMG, EJP og MSM.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til frekari úrvinnslu í bæjarráði.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til frekari úrvinnslu í bæjarráði.
6.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar
2101022
Á 39. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs dags. 27.október var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 5. október 2022 vegna athugunar stofnunarinnar á tillögu að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034. Einnig minnisblað stofnunarinnar dags. 20. september 2022 vegna athugunar á stafrænum gögnum tillögunnar. Í bréfi Skipulagsstofnunar kemur fram að stofnunin hafi farið yfir framlögð gögn og geri ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. grein skipulagslaga. Auk þess var lagt fram minnisblað Verkís dags. 24. október um uppfærslu á aðalskipulagsgögnum eftir athugun Skipulagsstofnunar og uppfærð aðalskipulagstillaga. Framkvæmda-og skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki að tillaga að aðalskipulagi og umhverfismatsskýrsla hennar verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Til máls tók: EJP.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að tillaga að aðalskipulagi og umhverfismatsskýrsla hennar verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að tillaga að aðalskipulagi og umhverfismatsskýrsla hennar verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
7.Lausn frá störfum og skyldum kjörinna fulltrúa
2210087
Erindi frá Haraldi Helgasyni varabæjarfulltrúa O-lista Bæjarlistans, þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum og skyldum kjörinna fulltrúa út kjörtímabilið. Jafnframt óskar hann eftir lausn frá störfum sem aðalfulltrúi í hafnarráði.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að Haraldur Helgason fái lausn frá störfum og skyldum kjörinna fulltrúa sem varabæjarfulltrúi út kjörtímabilið.
Samþykkt samhljóða að Haraldur Helgason fái lausn frá störfum og skyldum kjörinna fulltrúa sem varabæjarfulltrúi út kjörtímabilið.
8.Kosning aðal-og varamanna í nefndir og ráð Suðurnesjabæjar til fjögurra ára
2205101
Breytingar á fulltrúum í Hafnarráði.
Til máls tók: EJP.
Afgreiðsla:
Eftirfarandi breytingar eru á skipan fulltrúa O-lista Bæjarlistans í fastaráðum skv. eftirfarandi:
Heiðrún Tara Poulsen Stefánsdóttir verður aðalfulltrúi í ferða-, safna-og menningarráði og Fanný Þórsdóttir til vara.
Jón Gunnar Sæmundsson verður aðalfulltrúi í hafnarráði og Laufey Erlendsdóttir til vara.
Jónína Magnúsdóttir verður varafulltrúi í framkvæmda-og skipulagsráði.
Fanný Þórsdóttir verður varafulltrúi í bæjarstjórn í stað Haraldar Helgasonar.
Afgreiðsla:
Eftirfarandi breytingar eru á skipan fulltrúa O-lista Bæjarlistans í fastaráðum skv. eftirfarandi:
Heiðrún Tara Poulsen Stefánsdóttir verður aðalfulltrúi í ferða-, safna-og menningarráði og Fanný Þórsdóttir til vara.
Jón Gunnar Sæmundsson verður aðalfulltrúi í hafnarráði og Laufey Erlendsdóttir til vara.
Jónína Magnúsdóttir verður varafulltrúi í framkvæmda-og skipulagsráði.
Fanný Þórsdóttir verður varafulltrúi í bæjarstjórn í stað Haraldar Helgasonar.
9.Bæjarráð - 105
2210002F
Fundur dags. 11.10.2022.
Til máls tóku: JM, EJP, MS, OKÁ, ÚMG og AKG.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
10.Bæjarráð - 106
2210012F
Fundur dags. 26.10.2022.
Til máls tóku: JM, MS og EJP.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
11.Bæjarráð - 107
2210024F
Fundur dags. 2.11.2022.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
12.Ungmennaráð - 8
2210010F
Fundur dags. 14.10.2022.
Til máls tók: EJP.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
13.Hafnarráð - 17
2210016F
Fundur dags. 20.10.2022.
Til máls tóku: JM, LE og MS.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
14.Fjölskyldu- og velferðarráð - 39
2209015F
Fundur dags. 28.09.2022.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
15.Fjölskyldu- og velferðarráð - 40
2210017F
Fundur dags. 20.10.2022.
Til máls tóku: EJP og JM.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
16.Fræðsluráð - 35
2210011F
Fundur dags. 21.10.2022.
Til máls tók: JM, EJP, ÚMG, AKG og SBJ.
Fulltrúar O-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Í starfsáætlun Fræðsludeildar koma fram hlutföll fagmenntaðra í leikskólum okkar, 27% á Gefnarborg og 11% á Sólborg. Leikskólarnir hafa óskað eftir lokun skólanna milli jóla- og nýrárs til að samræma vinnutímafyrirkomulag á við aðra leikskóla á svæðinu. Dagforeldrar í Suðurnesjabæ hafa sent bæjarstjórn bréf þar sem þeir óska eftir viðræðum við bæjarfélagið um umgjörð og stefnu gagnvart dagforeldrum. Suðurnesjabær er með tvo einkarekna leikskóla og einn 6 deilda leikskóla í byggingu í Sandgerði ásamt áformum um byggingu nýs leikskóla í Garði í nýju aðalskipulagi. Leikskólanum Sólborg hefur verið lokað vegna aðbúnaðar og ljóst að hann mun ekki taka við sama fjölda barna og áður. Þá er ekki enn búið að ákveða hvernig rekstrarform eða hvaða stefna verður á nýjum leikskóla sem er í byggingu í Sandgerði.
Bæjarlistinn leggur til að stofnaður verði stýrihópur sem útfærir stefnumótun Suðurnesjabæjar í dagvistun barna frá fæðingarorlofi og til grunnskólagöngu. Þar verði lagt til grundvallar inntökualdur barna, rekstrarform leikskólanna, dagforeldrakerfið, hvernig fjölga megi fagmenntuðum í leikskólakennurum ásamt því að skoðað verði hvernig hægt verði að efla og bæta starfsaðstæður bæði starfsfólks og barna.
Bæjarlistinn leggur til að haft verði víðtækt samráð við hagsmunaaðila í vinnu stýrihópsins og að vinnan við stefnumótunina verði unnin bæði hratt og vel.
Afgreiðsla:
Lagt fram og samþykkt samhljóða að vísa tillögu O-lista til afgreiðslu í bæjarráði.
Fulltrúar O-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Í starfsáætlun Fræðsludeildar koma fram hlutföll fagmenntaðra í leikskólum okkar, 27% á Gefnarborg og 11% á Sólborg. Leikskólarnir hafa óskað eftir lokun skólanna milli jóla- og nýrárs til að samræma vinnutímafyrirkomulag á við aðra leikskóla á svæðinu. Dagforeldrar í Suðurnesjabæ hafa sent bæjarstjórn bréf þar sem þeir óska eftir viðræðum við bæjarfélagið um umgjörð og stefnu gagnvart dagforeldrum. Suðurnesjabær er með tvo einkarekna leikskóla og einn 6 deilda leikskóla í byggingu í Sandgerði ásamt áformum um byggingu nýs leikskóla í Garði í nýju aðalskipulagi. Leikskólanum Sólborg hefur verið lokað vegna aðbúnaðar og ljóst að hann mun ekki taka við sama fjölda barna og áður. Þá er ekki enn búið að ákveða hvernig rekstrarform eða hvaða stefna verður á nýjum leikskóla sem er í byggingu í Sandgerði.
Bæjarlistinn leggur til að stofnaður verði stýrihópur sem útfærir stefnumótun Suðurnesjabæjar í dagvistun barna frá fæðingarorlofi og til grunnskólagöngu. Þar verði lagt til grundvallar inntökualdur barna, rekstrarform leikskólanna, dagforeldrakerfið, hvernig fjölga megi fagmenntuðum í leikskólakennurum ásamt því að skoðað verði hvernig hægt verði að efla og bæta starfsaðstæður bæði starfsfólks og barna.
Bæjarlistinn leggur til að haft verði víðtækt samráð við hagsmunaaðila í vinnu stýrihópsins og að vinnan við stefnumótunina verði unnin bæði hratt og vel.
Afgreiðsla:
Lagt fram og samþykkt samhljóða að vísa tillögu O-lista til afgreiðslu í bæjarráði.
17.Framkvæmda- og skipulagsráð - 39
2210022F
Fundur dags. 27.10.2022.
Til máls tóku: SBJ, EJP og LE.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
18.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2022
2201049
a) 913. fundur stjórnar dags. 28.09.2022.
b) 914. fundur stjórnar dags. 12.10.2022.
b) 914. fundur stjórnar dags. 12.10.2022.
Afgreiðsla:
Fundargerðirnar lagðar fram.
Fundargerðirnar lagðar fram.
19.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2022
2202096
782. fundur stjórnar dags. 12.10.2022.
Til máls tóku: AKG og JM.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
20.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja - fundargerðir 2022
2202039
295. fundur dags. 20.10.2022.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
21.Brunavarnir Suðurnesja fundargerðir 2022
2202052
a) 64. fundur stjórnar dags. 06.05.2022.
b) 65. fundur stjórnar dags. 20.07.2022.
c) 66. fundur stjórnar dags. 10.09.2022.
d) 67. fundur stjórnar dags. 19.10.2022.
b) 65. fundur stjórnar dags. 20.07.2022.
c) 66. fundur stjórnar dags. 10.09.2022.
d) 67. fundur stjórnar dags. 19.10.2022.
Til máls tóku: EJP og JM.
Afgreiðsla:
Fundargerðirnar lagðar fram.
Afgreiðsla:
Fundargerðirnar lagðar fram.
Fundi slitið - kl. 19:05.