Fara í efni

Bæjarstjórn

47. fundur 06. júlí 2022 kl. 17:30 - 17:47 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Sunneva Ósk Þóroddsdóttir varamaður
  • Jónína Magnúsdóttir annar varaforseti
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá
Áður en gengið var til dagskrár bauð forseti Sunnevu Ósk Þóroddsdóttur velkomna á sinn fyrsta fund í bæjarstjórn.

1.Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

2204038

Á 97. fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að vísa viðaukum 2 og 3 til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla:
Viðaukar 2 og 3 samþykktir samhljóða.

2.Siðareglur kjörinna fulltrúa í Suðurnesjabæ

2205093

Á 98. fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að leggja siðareglur kjörinna fulltrúa í Suðurnesjabæ fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu.

Afgreiðsla:
Siðareglur kjörinna fulltrúa í Suðurnesjabæ samþykktar samhljóða og undirritaðar og vísað til fastanefnda til kynningar og staðfestingar.

3.Þóknanir í nefndum og ráðum

2004050

Á 98. fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að starfskjör kjörinna fulltrúa verði lögð fram til afgreiðslu í bæjarstjórn og taki gildi 1. júní 2022.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:
Starfskjör kjörinna fulltrúa samþykkt samhljóða og taki gildi frá og með 1. júní 2022.

4.Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun 2018-2022

1903067

Á 97. fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að sviðsstjóri stjórnsýslusviðs leggi drög að nýrri aðgerðaáætlun fyrir bæjarráð haustið 2022. Endurskoðuð jafnlaunastefna Suðurnesjabæjar samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Til máls tók: SBJ.

Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

5.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

2005085

Kosning tveggja aðalmanna og tveggja varamanna í Samráðshóp um málefni fatlaðs fólks.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:
Samþykkt að Sigfríður Ólafsdóttir og Júdit Sophusdóttir verði aðalmenn í Samráðshópi um málefni fatlaðs fólks og Þórsteina Sigurjónsdóttir og Kristjana Vilborg Þorvaldsdóttir til vara.

6.Sumarleyfi bæjarstjórnar

2005099

Með tilvísun í 4. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Suðurnesjabæjar, samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála meðan sumaleyfi bæjarstjórnar stendur yfir, frá 6. júlí 2022 til 7. september 2022. Næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verður miðvikudaginn 7. september 2022.

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða.

7.Bæjarráð - 97

2205014F

Fundur dags. 08.06.2022.
Til máls tóku: JM, EJP.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

8.Bæjarráð - 98

2206009F

Fundur dags. 22.06.2022
Til máls tóku: SBJ, JM, EJP, MS.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

9.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2022

2201049

a) 910. fundur stjórnar dags. 20.05.2022.
b) 911. fundur stjórnar dags. 23.06.2022.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

10.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2022

2202096

779. fundur stjórnar dags. 24.05.2022.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:47.

Getum við bætt efni síðunnar?