Bæjarráð
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2025-2028
2405023
Minnisblað frá sérfræðingi fjármála um forsendur fjárhagsáætlunar og drög að fjárhagsramma. Einnig lögð fram gögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir árið 2025. Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sat fundinn undir þessum lið.
2.Búsetuúrræði fyrir börn með fjölþættan vanda
2406068
Minnisblað um fund fulltrúa Suðurnesjabæjar með ráðherrum barnamála og fjármála, ásamt gögnum um málið.
Afgreiðsla:
Fyrir liggur erindi frá velferðarsviði með ósk um viðbótar fjárheimild vegna búsetuúrræða til áramóta að fjárhæð 100.000.000. Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að leggja fram viðauka varðandi kostnað við búsetuúrræði tímabilið september og október 2024 að fjárhæð 48.000.000, til viðbótar við áður samþykktan viðauka með fjárheimild að fjárhæð 30.000.000. Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við ráðuneyti og aðra aðila máls hjá ríkinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og þrýsta á að komið verði á þjónustuúrræðum fyrir viðkomandi börn. Bæjarráð ítrekar að úrræðaleysi í málaflokknum er að valda gríðarlegum útgjöldum hjá sveitarfélögum, sem neyðast til að kaupa kostnaðarsöm einkarekin búsetuúrræði. Vegna úrræðaleysis neyðast sveitarfélög þannig til að taka á sig þungar fjárhagslegar byrðar án þess að hafa rekstrarlegar forsendur til að standa undir þeim. Vegna þessa ástands fá viðkomandi einstaklingar ekki nauðsynleg og viðeigandi þjónustuúrræði.
Fyrir liggur erindi frá velferðarsviði með ósk um viðbótar fjárheimild vegna búsetuúrræða til áramóta að fjárhæð 100.000.000. Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að leggja fram viðauka varðandi kostnað við búsetuúrræði tímabilið september og október 2024 að fjárhæð 48.000.000, til viðbótar við áður samþykktan viðauka með fjárheimild að fjárhæð 30.000.000. Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við ráðuneyti og aðra aðila máls hjá ríkinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og þrýsta á að komið verði á þjónustuúrræðum fyrir viðkomandi börn. Bæjarráð ítrekar að úrræðaleysi í málaflokknum er að valda gríðarlegum útgjöldum hjá sveitarfélögum, sem neyðast til að kaupa kostnaðarsöm einkarekin búsetuúrræði. Vegna úrræðaleysis neyðast sveitarfélög þannig til að taka á sig þungar fjárhagslegar byrðar án þess að hafa rekstrarlegar forsendur til að standa undir þeim. Vegna þessa ástands fá viðkomandi einstaklingar ekki nauðsynleg og viðeigandi þjónustuúrræði.
3.Sveitarfélagið Vogar - sameiningarmál
2309116
Fundargerðir verkefnishóps um könnunarviðræður um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum, ásamt fylgigögnum.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.
4.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
2409109
Fundarboð aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum laugardaginn 28.september 2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
5.Grindavík - Börn frá Grindavík í leikskólum Suðurnesjabæjar
2409110
Erindi frá bæjarstjóra Grindavíkurbæjar varðandi uppgjör við sveitarfélög vegna grindvíkskra leikskólabarna.
Afgreiðsla:
Uppgjör við Grindavíkurbæ vegna barna í leikskólum Suðurnesjabæjar samþykkt samhljóða.
Uppgjör við Grindavíkurbæ vegna barna í leikskólum Suðurnesjabæjar samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 16:15.
Lagt fram.