Fara í efni

Bæjarráð

146. fundur 10. júlí 2024 kl. 15:30 - 17:16 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Einar Jón Pálsson aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Þjónusta og þjónustuþörf aldraðra í Suðurnesjabæ

2405069

Minnisblað frá sviðsstjóra velferðarsviðs um samantekt á þjónustu og þjónustuþörf aldraðra í Suðurnesjabæ. Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Lagt fram, mál í vinnslu.

2.Rekstraryfirlit 2024

2404163

Rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - júní 2024. Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

3.Leikskólinn Grænaborg

2406038

Minnisblað frá sviðsstjóra mennta-og tómstundasviðs um yfirfærslu á rekstri leikskólans til Suðurnesjabæjar. Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir sviðsstjóri mennta-og tómstundasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

4.Suðurnesjabær - fasteignamat

2407001

Minnisblað frá bæjarstjóra um fasteignamat í Suðurnesjabæ 2025, þar sem m.a. kemur fram að fasteignamat í Suðurnesjabæ muni frá 31.12.2024 hækka að meðaltali um 8,2%.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

5.Almannavarnir - tæki og áhöld

2407015

Erindi frá vinnuhópi VST (vettvangsstjórn almannavarna) og viðbragðsaðilum almannavarna á Suðurnesjum til almannavarnanefndar Suðurnesja utan Grindavíkur, varðandi kostnað við bifreið sem færanlega vettvangsstjórnstöð almannavarna.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær taki þátt í að fjármagna búnað og frágang vettvangssstjórnstöðvar almannavarna í þar til útbúinni bifreið. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

6.Gjaldfrjálsar skólamáltíðir

2407016

Viljayfirlýsing sveitarfélaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og minnisblað frá Sambandi ísl. sveitarfélaga vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða. Einnig yfirlit um framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða tímabilið ágúst-desember 2024.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að staðfesta viljayfirlýsingu sveitarfélaga um að Suðurnesjabær taki þátt í því verkefni að skólamáltíðir í grunnskólum verði gjaldfrjálsar með greiðsluþátttöku ríkisins frá og með komandi skólaári og út samningstímabil kjarasamninga á vinnumarkaði.

7.Suðurnesjabær - Lághitaleit

2402059

Minnisblað frá bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

8.Tilboð um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til lögheimila utan markaðssvæðis í þéttbýli

2407010

Erindi frá háskóla-, iðnaðar-og nýsköpunarráðuneyti með tilboð um styrk til lagningu ljósleiðara til lögheimila utan markaðssvæðis í þéttbýli.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að kanna áhuga fjarskiptafyrirtækja á þátttöku í verkefninu.

9.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs hjá Reykjanesbæ nr. 426-2005

2406002

Síðari umfjöllun um breytingar á samþykkt um meðhöndlun úrgangs, sbr fyrri umfjöllun á 144.fundi bæjarráðs dags. 12.06.2024.
Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir samhljóða eftir síðari umræðu breytingu á samþykkt 426/2005 um meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum.

10.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2024

2401045

a) 948. fundur stjórnar dags. 31.05.2024.

b) 949. fundur stjórnar dags. 13.06.2024.

c) 950. fundur stjórnar dags. 21.06.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

11.Almannavarnarnefnd Suðurnesja utan Grindavíkur - fundargerðir

1905009

70. fundur dags. 07.06.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

12.Svæðisskipulag Suðurnesja - fundargerðir 2024

2402100

47. fundur svæðisskipulagsnefndar dags. 13.06.2024
Afgreiðsla:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:16.

Getum við bætt efni síðunnar?