Fara í efni

Bæjarráð

144. fundur 12. júní 2024 kl. 15:30 - 16:15 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Einar Jón Pálsson varaformaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs hjá Reykjanesbæ nr. 426-2005

2406002

Minnisblað um breytingar á samþykkt um meðhöndlun úrgangs. Einar Friðrik Brynjarsson deildarstjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum dagskrárlið og gerði grein fyrir málinu.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að bæjarráð gerir ekki athugasemdir um þá breytingu sem um ræðir. Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu við mótun samþykktar um meðhöndlun úrgangs fyrir Suðurnesjabæ.

2.Kostnaður og tekjur í úrgangsstjórnun - þátttaka í verkefni

2401011

Minnisblað til kynningar um verkefnið, sem er á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Suðurnesjabær tekur þátt í ásamt fjórum öðrum sveitarfélögum. Einar Friðrik Brynjarsson deildarstjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum dagskrárlið og gerði grein fyrir málinu.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

3.Frístundaakstur

2401009

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslu-og fjármálasviðs og íþrótta-og tómstundafulltrúa með upplýsingum um frístundaakstur janúar - maí.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að frístundaakstri á milli byggðarkjarna í Suðurnesjabæ verði framhaldið og hefjist að nýju í haust.

4.Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs ehf.

2406021

Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins, þar sem gert er ráð fyrir að fulltrúum í stjórn verði fækkað úr fimm í þrjá.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða.

5.Ungmennaráð - 2

2406006F

Fundur dags. 07.06.2024.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

6.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2024

2401028

802. fundur stjórnar dags. 05.06.2024.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

7.Reykjanes jarðvangur fundargerðir

2101103

78. fundur stjórnar dags. 27.05.2024.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

8.Heklan fundargerðir 2024

2406023

93. fundur dags. 13.05.2024.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Getum við bætt efni síðunnar?