Fara í efni

Bæjarráð

67. fundur 10. febrúar 2021 kl. 16:00 - 17:25 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Tjarnargata 4 Skýlið

1806571

Beiðni frá Knattspyrnudeild Ksf. Reyni.
Afgreiðsla:

Afgreiðslu málsins frestað. Gerð verði úttekt á ástandi hússins áður en frekari ákvarðanir verða teknar um afgreiðslu málsins.

2.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda

1902033

Erindi frá Kiwanisklúbbnum Hof dags. 01.02.2021.
Afgreiðsla:

Samþykkt að veita styrk til greiðslu fasteignagjalda Kiwanisklúbbsins Hofs.

3.Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 - stöðuskýrslur

2007051

Stöðuskýrsla til ráðgefandi aðila frá teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19
Afgreiðsla:

Lagt fram.

4.Þóknanir í nefndum og ráðum

2004050

Drög að uppfærðum samþykktum um þóknanir í nefndum og ráðum.
Afgreiðsla:

Samþykkt að uppfæra samþykktir samkvæmt fyrirliggjandi drögum og vísa þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.

5.Suðurnesjabær - aðgerðastjórn og viðbragðsáætlun

2003048

a) 35. fundur dags. 11.01.2021.
b) 36. fundur dags. 13.01.2021.
c) 37. fundur dags. 05.02.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:25.

Getum við bætt efni síðunnar?