Fara í efni

Aðgerðastjórn

56. fundur 21. febrúar 2022 kl. 11:30 - 11:45 Teams
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri

Farið yfir viðvaranir Veðurstofunnar um óveður næsta sólarhringinn.

Seinnipartinn í dag tekur gildi rauð viðvörun vegna hvassviðris sem er í vændum samkvæmt veðurspám.  Gert er ráð fyrir að óveður standi yfir þar til í fyrramálið, fyrst hvöss suð-austan átt og síðar suð-vestan stormur.  Samráð hefur verið haft við Veðurstofuna. Í ljósi þess að gefin hefur verið út viðvörun vegna hvassviðris fyrir okkar landsvæði í kvöld og fram til snemma morguns á morgun, verður upphafi skólahalds í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskólum Suðurnesjabæjar seinkað til kl. 10:00 á morgun, þriðjudaginn 22. febrúar.  Foreldrar-og forráðamenn barna eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá skólunum ef frekari röskun verður á skólastarfi.

Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar beinir því til íbúa og atvinnufyrirtækja að gæta vel að fyrirbyggjandi ráðstöfunum til að forðast hugsanleg foktjón og annað sem óveður getur valdið.

 

Getum við bætt efni síðunnar?