Fara í efni

Aðgerðastjórn

34. fundur 21. desember 2020 kl. 11:00 - 11:20 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs
  • Kristín Helgadóttir deildarstjóri fræðsluþjónustu.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Farið yfir stöðu mála eftir að upp kom covid smit hjá starfsmanni leikskólans Gefnarborgar fimmtudaginn

17. desember sl.  Samkvæmt upplýsingum um staðfest smit og fjölda í sóttkví, sem bárust í morgun er

einn íbúi í Suðurnesjabæ með staðfest smit og er í einangrun, alls 98 íbúar eru í sóttkví.  Þeir

einstaklingar sem fóru í sóttkví 17. desember munu fara í sýnatöku í síðasta lagi miðvikudaginn 23.

desember nk., búið er að tímasetja sýnatökur.

 

Kristín er í góðu sambandi við leikskólastjóra og mun miðla upplýsingum til aðgerðastjórnar.

 

Aðgerðastjórn beinir því til allra að fólk virði reglur um að halda sig heima ef minnstu

einkenni veikinda koma upp, alls ekki mæta til vinnu eða vera á ferli utan heimilis ef slíkar

aðstæður koma upp.  Setja sig í samband heilsugæslu og fara í sýnatöku ef þurfa þykir. 

Upplýsingar má finna á covid.is og heilsuvera.is, eða hjá HSS.

 

 

Fundi lokið kl. 11:20.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?