Fara í efni

Aðgerðastjórn

24. fundur 02. nóvember 2020 kl. 12:00 - 12:45 Varðan
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs
Starfsmenn
  • Kristín Helgadóttir deildarstjóri fræðsluþjónustu
  • Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri Sandgerðisskóla
  • Eva Björk Sveinsdóttir skólastjóri Gerðaskóla.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Reglugerð um takmörkun á skólastarfi dags. 1.nóvember 2020 tekur gildi frá og með 3.nóvember og
gildir til og með 17.nóvember 2020.


Gott samráð hefur verið milli fjölskyldusviðs og stjórnenda skólanna í dag. Vel hefur gengið að
endurskipuleggja skólastarfið. Reynslan og þekkingin frá því sl vor hefur nýst vel í þessu verkefni.
Skipulag starfseminnar tekur að mestu mið af því skipulagi sem var tekið upp sl vor.
Í þeim tilvikum þar sem nemendur og starfsfólk þurfa að nota andlitsgrímur, þá mun Suðurnesjabær
leitast við að útvega þær.


Samkvæmt regugerð fellur niður öll starfsemi fyrir börn á leikskóla-og grunnskólaaldri, svo sem íþróttaog æskulýðsstarf.


Aðgerðastjórn bendir á að líkt og var sl vetur og vor og samkvæmt viðbragðsáætlun, þá er heimilt að
færa starfsfólk milli starfa eftir því sem þörf krefur, til þess að halda starfsemi og þjónustu gangandi sem
heimilt er samkvæmt reglugerðum.


Aðgerðastjórn þakkar stjórnendum fyrir þeirra skjótu viðbrögð og vel unnið verk við að skipuleggja
skólastarf næstu tvær vikur út frá þeim hertu reglum sem voru gefnar út í gær.


Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar ítrekar hvatningu til allra um að virða og fara í einu og öllu eftir
leiðbeiningum og reglum um sóttvarnir. Við erum öll almannavarnir og berum öll sameiginlega ábyrgð á
því að kveða niður faraldurinn. Hvetjum hvert annað til dáða og minnum hvert annað á ábyrga hegðun
við þær aðstæður sem uppi eru í okkar samfélagi.


Fundi lokið kl. 12:45.

Getum við bætt efni síðunnar?