Fara í efni

Aðgerðastjórn

5. fundur 17. mars 2020 kl. 13:00 - 16:35 Varðan
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs.
Starfsmenn
  • Gestir: Kristín Helgadóttir
  • Þuríður frá Sólborg
  • Ingibjörg og Hafrún frá Gefnarborg
  • Hólmfríður og Bylgja frá Sandgerðisskóla
  • Eva og Guðjón Gerðaskóla (í fjarfundi).
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Staða mála:

  •  Ýmis starfsmannamál þarf að skoða sérstaklega. Mannauðsstjóri verður boðaður á fund á morgun.
  • Rut er í sambandi við forstöðumenn félagsmiðstöðva í öðrum sveitarfélögum, starfið er í mótun og kemur í ljós næstu daga.
  • Heiðarholt hefur skipulagt sína starfsemi með tilliti til þess að rjúfa smitleiðir.
  • Verið er að forma þjonustu við eldri borgara, m.a. innkaup, félagsstarf og fleira. Eitthvað af eldra fólki hefur afþakkað þjónustu, en við munum gæta þess að vera í sambandi við þá einstaklinga.
  • Húsvörður í Gerðaskóla er frá störfum að mestu vegna undirliggjandi heilsuvanda, hann mun eftir sem áður sjá um að opna skólann og læsa í lok dags, án þess að vera í samskiptum við aðra.
  • Hafnarstjóri hefur skipt starfsmannahópnum fjórum í tvennt. Þeir taka vaktir tveir og tveir saman og hafa engin samskipti sín í milli.
  • Opnuð verður lúga í bókasafninu í Sandgerði, þar sem íbúar geta pantað bækur og fengið afhentar út um lúgu, þar verða einnig skil á bókum. Bókasafnið verður ekki opið.
  • MS hefur verið í sambandi við HSS varðandi smitsjúkdómalækni hjá HSS og verður í sambandi við hann.

Forgangslisti almannavarna fyrir leik-og grunnskóla.
Almannavarnir hafa gefið út forgangslista yfir starfsfólk sem þarf að geta sinnt störfum sínum í framlínu
stjórnunar og þjónustu. Þessar upplýsingar bárust frá Sambandi ísl sveitarfélaga í dag. Mælst er til að
börn þeirra njóti forgangs í leikskólum og grunnskólum.
Unnið verður út þessum upplýsingum í starfstarfi við stjórnendur skólanna og fræðsludeild. Mögulega
þarf að gera einhverjar breytingar á skipulagi starfseminnar vegna þessa.


Kl. 15:00, stjórnendur skólastofnana og Kristín.
Farið yfir stöðuna og hvernig hefur gengið í dag, einnig varðandi forgangslista almannavarna.
Gefnarborg: Dagurinn hefur gengið ágætlega, ýmislegt komið í ljós sem ekki var vitað fyrirfram. Tilkoma
forgangslista breytir öllu skipulagi með tilheyrandi vinnu. Gæti snert um 20 börn.
Sólborg: Gengið vel í dag, ýmis atriði komið upp sem ekki var vitað fyrirfram. Eru að vinna í að leysa mál
varðandi forgangslista. Þarf að vinna endurskipulag út frá forgangshópi. Fólk hefur verið að spyrja út í
leikskólagjöldin, hvort verði afslættir o.þ.h.
Sandgerðisskóli: Allt gengið ótrúlega vel í dag, þó hafa komið upp einhverjir hnökrar sem ekki var fyrir
séð. Allt kallar á mikið skipulag. Háskólinn sendi kennaranema sem ekki var vitað um og ekkert gert ráð
fyrir í skólanum ! Alger skortur á samskiptum og upplýsingum frá Háskólanum, sem HÁ hefur gert
athugasemdir um. 16 starfsmenn skólans eiga börn á leikskóla sem flokkast undir forgang.
Gerðaskóli: Dagurinn hefur gengið mjög vel, en einhverjir hnökrar eins og í hinum skólunum. Dreifing á
mat gekk vel þegar upp var staðið. Einnig kom óvænt kennaranemi, sem ekki var gert ráð fyrir. Engin
stór vandamál hafa komið upp. Nokkuð mörg börn eru ekki að koma í skólann, meira en gert var ráð
fyrir. Eva hefur sent Gefnarborg upplýsngar um forgangsbörn kennara.


Sambandið var að gefa út leiðbeiningar varðandi forgangslistann, kerfið gegnum island.is verður virkt á
morgun.
Nokkuð er um fjarvistir nemenda í öllum skólunum.
Skólarnir munu stilla sig saman varðandi mismunandi opnun leikskóla og frístundar þannig að það skapi
ekki vandamál.
Kallað eftir ákvörðun um hvernig verður með leikskólagjöld, afslætti, frístund o.fl. Aðgerðastjórnin mun
gefa út ákvörðun um þetta mál sem allra fyrst.


Lausnir varðandi börn forráðamanna sem falla undir forgangslista verða í vinnslu á morgun.
Okkar stjórnendur þurfa að koma upplýsingum til sinna starfsmanna sem falla innan forgangslista að
sækja um fyrir sín börn á island.is.


Auk framangreindra mála fór aðgerðastjórn yfir ýmis mál og mun koma aftur saman á morgun kl 13:00.


Fundi lokið kl. 16:35

Getum við bætt efni síðunnar?