Fara í efni

Aðgerðastjórn

7. fundur 19. mars 2020 kl. 13:00 - 17:00 Varðan
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs.
  • Gestir: Kristín Bylgja og Hólmfríður Sandgerðisskóla
  • Eva og Guðjón
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Staða mála:
- Verklag hjá deildum fjölskyldusviðs eru að komast í fastar og góðar skorður.
- Allt virðist ganga ágætlega hjá skólunum og engin sérstök vandamál komið upp svo vitað sé.
- Verið er að byggja upp bakvarðahóp á vegum félagsmálaráðuneytisins, við munum leita þangað
ef á þarf að halda með aðstoð.
- Skólarnir hafa verið að vinna úr umsóknum fyrir börn foreldra sem falla undir forgangslista. Það
gengur vel og útlit fyrir að öll mál leysist.


Starfsstöðvar:
Gerðar verða breytingar á skipulagi starfsstöðinni í Ráðhúsinu í Garði. Jón Ben mun vera þar með sína
starfsstöð. Afgreiðslunum í Garði og Sandgerði verður lokað og öllum samskiptum beint til
þjónustufulltrúa um síma eða tölvupóst. Áfram verður miðað við að utanaðkomandi aðilar eigi ekki
aðgang inn í starfsstöðvarnar. Þessi breyting tekur gildi frá og með mánudeginum 23.mars.


Skólarnir, Skólamatur o.fl. (skólastjórnendur og Kristín)
Ánægja með þann mat sem hefur komið frá Skólamat þessa dagana. Ekki talin ástæða til að óska eftir
sérstökum breytingum á þjónustu frá Skólamat, enda hefur allt gengið ágætlega. Hins vegar vantar að
Skólamatur fái upplýsingar um fjarvistir, þannig að ekki sé verið að framleiða og senda mat í skólana sem
ekki er notaður, því fylgir sóun og óþarfa kostnaður. Finna þarf leiðir til að lagfæra þetta, það er í
vinnslu.


Fjarfundir:
Samþykkt hafa verið lög sem opna fyrir heimildir til fjarfunda sveitarstjórna. Unnið er að því að koma
slikum búnaði og tæknilausn upp hjá okkur. Tæknimenn koma til okkar á mánudaginn. Einnig er unnið
að lausnum varðandi rafrænar undirskriftir í tengslum við fjarfundi.


Kveðjur til starfsfólks.
Búið er að kaupa inn páskaegg sem verður dreift til allra starfsmanna í öllum stofnunum, í dag og í
fyrramálið. Markmið að senda jákvæð skilaboð og þakka fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður.


Auk framangreindra mála fór aðgerðastjórn yfir ýmis mál og mun koma aftur saman á morgun kl 13:00.


Fundi lokið kl. 17:00

Getum við bætt efni síðunnar?