Fara í efni

Aðgerðastjórn

10. fundur 06. apríl 2020 kl. 13:00 - 13:45 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Staða mála:
- Í dag hafa 8 einstaklingar greinst með smit í Suðurnesjabæ og 30 í sóttkví. Á föstudag voru 47 í
sóttkví.
- Kaup á Ipad fyrir grunnskólana verði innan fjárheimilda, sbr umræða á síðasta fundi.
- Tæknilausnir fyrir fjarfundi eru í vinnslu.


Sumarstörfin:
- Birt verður auglýsing um vinnuskóla og sumarstörf miðað við svipað og í fyrra. Frekari
ákvarðanir varðandi sumarstörf verða teknar síðar.


Félagsþjónusta:
Starfsfólk hefur verið að hringja í eldra fólk og er því vel tekið. Það mun halda áfram.
Félagsþjónustan og barnaverndin hafa ekki fengið til sín sérstök mál tengd Covid.
Tryggt er að fólk fær heimsendan mat, og þannig verður um Páska.


Léttum lífið:
Unnið er að því að finna út eitthvað sniðugt til að létta lífið, t.d. myndir, video eða hvað sem er til að
pósta á facebook síðunni.


Auk framangreindra mála fór aðgerðastjórn yfir ýmis mál og mun koma aftur saman síðar.


Fundi lokið kl. 13:45

Getum við bætt efni síðunnar?