Fara í efni

Aðgerðastjórn

12. fundur 22. apríl 2020 kl. 11:00 - 11:45 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Staða mála:
- Samkvæmt upplýsingum í byrjun vikunnar var enginn sýktur í Suðurnesjabæ en 1 í sóttkví.
- Í gær var gefin út auglýsing um tilslökun á samkomubanni eftir 4.maí nk.
- Fjöldatakmarkanir færast úr 20 manns í 50 manns.
- Starfsemi skólanna færist í hefðbundið horf.
- Áfram gilda reglur um hreinlæti (handþvottur og spritt) og 2 m fjarlægð milli einstaklinga.
- Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerðapakka 2, varnir, vernd og viðspyrna gegn efnahagslegum og
félagslegum áföllum vegna Covid.


1. Aflétting takmarkana á samkomum eftir 4.maí:
Að öðru leyti en það sem hér er tilgreint, gilda áfram fyrri leiðbeiningar, auglýsingar og
ákvarðanir.


Leik-og grunnskólar:
Takmörkunum á skólastarfi verður aflétt að fullu. Leik-og grunnskólarnir eru að vinna í undirbúningi.
- Felldar verða úr gildi fyrri ákvarðanir um afslætti af þjónustugjöldum, svo sem leikskólagjöld,
dagforeldrar. Fyrirkomulag varðandi skólamat í grunnskólum mun færast í fyrra horf, sömuleiðis
er varðar gjald fyrir skólamáltíðir.
- Íþrótta- og sundkennsla barna verður með hefðbundnum hætti, bæði úti og inni.
- Frístundastarf og starf félagsmiðstöðva fer í hefðbundið horf.
- Æfingar og keppnir í skipulögðu skólastarfi barna (yngri en 16 ára) eru heimilar án áhorfenda,
hvort heldur sem er utan-eða innanhúss.
- Deildarstjóri fræðslumála mun funda með stjórnendum leikskólanna og grunnskólanna í dag, til
þess að fara yfir þær breytingar sem verða á skólastarfi frá 4.maí.


Aðrar stofnanir:
- Íþróttamiðstöðvar verða áfram lokaðar almenningi, en opnar fyrir skólastarfi.
- Breytingar verða gerðar á skipulagi starfsemi í ráðhúsum og opnun þeirra.
- Dregin til baka ákvörðun um uppskiptingu starfsmanna hafnarinnar í tvo aðskilda vaktahópa.
Áfram verði í gildi lokun á aðgengi utanaðkomandi í hafnarhús.
- Almenningsbókasfn Suðurnesjabæjar opnar eftir 4.maí.
- Almannavarnir og Embætti landlæknis hafa gefið út leiðbeiningar fyrir félagsþjónustu
sveitarfélaga, vegna tilslakana frá samkomubanninu og sóttvarnaráðstöfunum frá 4.maí.
Fjölskyldusvið mun vinna eftir þeim leiðbeiningum, þar sem m.a. er heimilt að opna aftur
félagsstarf aldraðra með tilteknum ráðstöfunum.


2. Aðgerðaáætlun stjórnvalda, pakki II.
Í gær kynnti ríkisstjórnin aðgerðapakka 2, um varnir, vernd og viðspyrnu gegn efnahagslegum og
félagslegum áföllum vegna Covid heimsfarandurs. Aðgerðastjórn mun fara sérstaklega yfir þær aðgerðir
sem þar koma fram og Suðurnesjabær getur tengt við.


3. Annað:

Viðburðir í sumar og bæjarhátíð 2020:
- Skoðað verði með hvernig best verði að útfæra hátíðahöld 17.júní, með tilliti til sóttvarna.
- Aðgerðastjórn leggur til að fyrirhugaðri bæjarhátíð, sem halda átti í sumar verði frestað til ársins
2021.


- Hugað verði að því að halda minni viðburði og virkni, þar sem fjölbreytni verði höfð að
leiðarljósi. Þá mætti einnig skoða möguelika á streymi á netinu (fyrirlestrar, tónleikar o.fl.)

Fjarlægðaregla milli einstaklinga:
- Settar verða upp leiðbeiningar um notkun á fundaaðstöðu sveitarfélagsins og umgengni.
- Settar verða upp leiðbeiningar í rýmum sem verða aðgengileg, svo sem í afgreiðslu ráðhúsa.


Erfiðar heimilisaðstæður og félagsleg vandamál:
- Fjölskyldusvið hefur áhyggjur af því að upp kunni að koma mál, líkt og hefur borið í öðrum
sveitarfélögum. Full þörf talin á að vakta þessi mál.


Auk framangreindra mála fór aðgerðastjórn yfir ýmis önnur mál.


Fundi lokið kl. 11:45.

Getum við bætt efni síðunnar?