Fara í efni

Aðgerðastjórn

11. fundur 17. apríl 2020 kl. 10:00 - 10:40 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Staða mála:
- Fjöldi smita og sóttkví 16.apríl: alls hafa 8 íbúar smitast (uppsafnað) og 3 eru í sóttkví.
- Skólarnir fara ágætlega af stað eftir Páska.
- Skilaboð voru sett á heimasíðu og facebook um hópamyndanir og barnavernd. Einnig hafa
skólarnir sent skilaboð til foreldra varðandi áhyggjur af hópamyndunum ungmenna í frítíma.
- Atvinnuleysi í Suðurnesjabæ í mars er áætlað 12,3%, en áætlað að fari upp í 20,6% í apríl.
Áætlað að atvinnuleysi á Suðurnesjum öllum verði 23,7% í apríl. Inni í þessum tölum eru þeir
sem eru á hlutabótum. Vinnumálastofnun og ríkiskerfið eru að vinna að ýmsum verkefnum til að
mæta þessari stöðu.


Lögregla á Suðurnesjum hefur áhyggjur af fjölgun tilfella varðandi heimilisofbeldi og tilraunir til
sjálfsvíga. Við þurfum að halda vöku varðandi þessi mál. Lögreglan hefur samband við félagsþjónustana
þegar mál koma upp og tilefni er til.
Spurning hvort við ættum að bjóða upp á opið streymi með fyrirlestrum og fræðslu varðandi þessi mál.
Félagsþjónustan er að kortleggja starfsemi hjá þriðja geiranum. Til dæmis Fjölskylduhjálpin,
Rauðikrossinn og þjóðkirkjan. Þessi vinna er í gangi hjá okkar fólki.


Félagsþjónustan er í samskiptum við skólana varðandi nemendur sem hafa ekki verið að mæta í skólann.
Mestar áhyggjur af börnum foreldra með erlendan bakgrunn. Málið er í vinnslu.


Ákveðið að slaka aftur á starfsemi í ráðhúsum. Auglýst verði að afgreiðslan í ráðhúsinu í Garði verði
opnar kl. 10 – 14. Takmarkanir á aðgengi viðskiptavina. Í næstu viku verði breytt fyrirkomulag og það
kynnt í dag. Starfsfólki verði skipt í tvo hópa sem mæti á vinnustað til skiptis. Áhersla á þrif eftir að hver
hópur fer af vinnustað og áður en næsti hópur mæti á staðinn. Nánari útfært skipulag verður sent
starfsfólki í dag.


Aðgerðastjórn mun fara í saumana á auglýsingu um tilslökun sóttvanaaðgerða frá 4. Maí, þegar hún
hefur verið birt. Frekari ákvarðanir verða teknar þegar þar að kemur


Auk framangreindra mála fór aðgerðastjórn yfir ýmis mál og mun koma aftur saman síðar.


Fundi lokið kl. 10:40.

Getum við bætt efni síðunnar?