Fara í efni

Aðgerðastjórn

14. fundur 28. apríl 2020 kl. 09:00 - 09:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Skipulag starfsemi Suðurnesjabæjar eftir 4. maí 2020.
Tilslakanir frá samkomubanni taka gildi 4. maí og snúa einkum að fjöldatakmörkunum, auk þess
sem þjónustu sem lokað var vegna mikillar nándar við viðskiptavini verðu heimilt að opna á ný.
Suðurnesjabær vinnur að tilslökun á samkomubanni samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra dags.
21. apríl 2020 og minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra dags. 19. apríl 2020.
Einnig er stuðst við leiðbeiningar fyrir velferðarþjónustu sveitarfélaga dags. 22. apríl 2020.


Lögð er áhersla á að áfram verði farið eftir almennum leiðbeiningum um sóttvarnir:

  • Handþvottur og sprittun handa, almennt hreinlæti.
  •  Halda 2 metra nálægðartakmörk milli einstaklinga.
  • Fjöldi í sama rými ekki meiri 50 manns, en 20 manns í félagsmiðstöðvum aldraðra.

Ráðhúsin.
Frá og með mánudeginum 4. maí vinnur starfsfólk ráðhúsa á sínum starfsstöðvum, eins og var fyrir
samkomubann. Gætt verður að öllum sóttvarnakröfum og m.a. gerðar viðeigandi ráðstafanir í
fundarsölum. Fjöldi starfsfólks í hvoru ráðhúsi er langt undir takmörkum um fjölda manns í sama rými.
Afgreiðslur í báðum ráðhúsum verða opnar á venjulegum tímum, en ráðstafanir gerðar til að uppfylla
sóttvarnir, m.a. með takmörkunum á aðgengi gesta inn í vinnurýmin.


Skólastarf.
Takmarkanir á skólahaldi falla úr gildi og verður starfsemi leik-og grunnskóla Suðurnesjabæjar með
hefðbundnum hætti. Áfram verður farið eftir almennum sóttvarnaráðstöfunum.

  • Engar takmarkanir verði settar á fjölda nemenda í leik- og grunnskólum.
  • Kennarar og annað starfsfólk mega ekki vera fleiri en 50 á sama stað.
  • Félagsmiðstöðvar opna.
  • Skemmtanir t.d. vorhátíðir, vorferðir og útskriftir geta farið fram en án fullorðinna gesta utan skóla s.s. foreldra.
  • Frístundaheimili opna
  •  Íþróttir inni (og úti) verða heimilar.
  • Skólasund og notkun búningsaðstöðu verður heimil.
  • Allir nemendur geta mætt samtímis í skólann, farið í útiveru og verið í mötuneyti.

Íþróttamiðstöðvar.
Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar almenningi. Í íþróttasölum, samkvæmt stærðar
viðmiðum, geta mest fjórir einstaklingar verið samtímis, ásamt þjálfara og miðast það við skipulagðar 
íþróttaæfingar. Notkun búningsklefa verður óheimil. Skipulagðar sundæfingar fyrir fullorðna miðast við
að hámarki sjö einstaklinga samtímis og mega nota búnings-og sturtuaðstöðu. Börn og unglingar á
grunnskólaaldri mega stunda íþróttir og skólasund undir eftirliti kennara. Sundlaugar, búnings-og
sturtuaðstaða verður opin fyrir sundæfingar barna og unglinga á grunnskólaaldri.


Velferðarþjónusta.
Almenna reglan verður að einstaklingar í sama sóttvarnahópi fái þjónust á sama tíma. Markmið verður
áfram að starfsfólk vinni sem mest með sama hópi og fari ekki milli hópa nema bráð nauðsyn krefji.

 

  • Félagsmiðstöðvar fyrir fullorðna – Miðhús og Auðarstofa opna mánudaginn 4. maí.

Í félagsmiðstöðvum fyrir aldraða verður áfram regla um 20 manna hámarksfjölda í hverju rými
sem tilheyra þá sama sóttvarnahópi. Notendahópum verður skipt upp í sóttvarnahópa og miðað
er við að einstaklingar í sama hópi séu saman. Í hópþjálfun er nauðsynlegt að halda 2ja metra
regluna og hámarksfjöldi í rými miðast við að þessi regla haldi. Hópþjálfun verður áfram miðuð
við að einstaklingar í sama sóttvarnahópi séu saman við æfingar. Það getur þurft að taka upp
skráningu fyrir fram í viðburði til að tryggja að fjöldi á hverjum tíma fari ekki yfir 20 manns í rými
á hverjum tíma og hægt sé að halda grundvallarsmitgát og 2ja metra fjarlægð.

  • Matur í félagsmiðstöð – Miðhús og heimsendur matur

Frá og með mánudeginum 4. maí verður hægt að borða hádegismat í matsalnum í Miðhúsum.
Maturinn verður afhentur í einnota umbúðum. Þjónustan verður ekki opin fyrir gesti og
gangandi heldur eingöngu þá sem taka þátt í félagsstarfinu á hverjum tíma. Áfram verður boðið
upp á heimsendann mat fyrir þá sem eru í þörf fyrir slíka þjónustu og treysta sér ekki út af
heimilinu.

  • Skammtímadvöl fyrir fötluð börn – Heiðarholt

Heiðarholt opnar mánudaginn 4. maí. Starfsemin mun taka mið af aðstæðum húsnæðisins,
starfsmannahópnum og með einstaklingmiðuðum hætti fyrir þjónustuþega.

  • Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk – Ferðaþjónusta Reykjaness

Ferðaþjónusta Reykjaness sinnir aksturþjónustu fyrir Suðurnesjabæ samkvæmt fyllstu
sóttvarnaráðstöfunum og á það bæði við um þjónustuaðila og farþega. Farþegar sem mega ekki
nýta aksturþjónustuna eru þeir sem eru í sóttkví, í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu
sýnatöku), hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift og
þeir sem eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverki, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang
o.fl.).

  • Íbúðakjarni fyrir fatlað fólk – Lækjamót

Íbúum verður áfram skipt upp í sóttvarnahópa og miða við að einstaklingar í sama hópi séu
saman. Markmiðið er áfram að starfsfólk vinni sem mest með sama hópi og fari ekki á milli hópa
í meira mæli en bráð nauðsyn krefur. Hver íbúi þarf að aðlaga fjölda heimsókna að sínum
aðstæðum í ljósi þess að smit getur borist inn á heimili með gestum.

  • Söfn.

Almenningsbókasafn í Sandgerði og byggðasafnið á Garðskaga opna frá og með mánudeginum 4. maí.


Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur í samfélaginu getur þurft að endurskoða þjónustuna á ný og
verður þá fylgt leiðbeiningum og tilmælum almannavarna, Embættis landlæknis og sóttvarnalæknis.


Fundi lokið kl. 9:30


Getum við bætt efni síðunnar?