Fara í efni

Aðgerðastjórn

15. fundur 13. ágúst 2020 kl. 08:30 - 11:00 Ráðhúsinu Garði
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Farið yfir stöðu mála vegna mikilla covid smita, aðallega á höfuðborgarsvæðinu.


Almannavarnir hafa ekki lýst neyðarstigi og helstu aðgerðir snúa að höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar
hafa smit borist í aðra landshluta.


Starfsfólk stjórnsýslusviðs og skipulags-og umhverfissviðs var á ferð í Stykkishólmi um liðna helgi. Fréttir
hafa borist af smitum sem hafa borist þangað. Við þurfum að fylgjast vel með hvort einhver tilvik þar
tengist okkar hópi. Lögð verði rík áhersla á að starfsfólkið gæti allrar varúðar, a.m.k. þar til það kemur í
ljós í fyrramálið.


Fjölskyldusvið hefur gert ákveðnar ráðstafanir varðandi starfsfólk sviðsins, sem m.a. þarf að eiga
samskipti við fólk utan skrifstofu.


Ákveðið að takmarka samgang starfsfólks milli ráðhúsanna í Garði og Sandgerði. Einnig að gerðar verði
ráðstafanir til að fólk sem kemur inn í ráðhúsin hafi ekki aðgang inn í skrifstofurýmin, nema í sérstökum
tilfellum og eftir leiðsögn viðkomandi starfsmanna.


Lögð verði rík áhersla á að allt starfsfólk gæti sérstaklega að smitvörnum, jafnt á vinnustað sem utan
vinnutíma og enginn mæti til vinnu ef viðkomandi finna minnstu einkenni veikinda. Allir eiga að hafa
aðgang að andlitsgrímum, sem eru í birgðastöð í ráðhúsinu í Garði.


Ef einstaka starfsmenn ráðhúsanna óska sérstaklega eftir því að vinna heima, þá verði slík tilvik skoðuð
með jákvæðum augum.


Nánar um framangreint er vísað í leiðbeiningar almannavarna og sóttvarnayfirvalda, sem eru í gildi og
kunna að koma fram næstu daga. Aðgerðastjórn mun fylgjast með og koma saman ef þurfa þykir.


Starfsfólk Suðurnesjabæjar, íbúar og gestir eru beðnir um að fylgja leiðbeiningum og tilmælum um
almennar einstaklingsbundnar smitvarnir og sameinast um nauðsynlegar aðgerðir gegn Covid-19.


Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur í samfélaginu getur þurft að endurskoða þjónustuna á ný og
verður þá fylgt leiðbeiningum og tilmælum almannavarna, Embættis landlæknis, sóttvarnalæknis og
annarra viðkomandi stjórnvalda.

Getum við bætt efni síðunnar?