Fara í efni

Sumarstörf

Suðurnesjabær auglýsir laus störf til umsóknar fyrir sumarið 2020.

Um er að ræða störf sem eru hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samvinnu við Vinnumálastofnun og er ætlað námsmönnum búsettum í sveitarfélaginu, 18 ára og eldri. Skilyrði ráðninga eu m.a. að nemendur séu á milli anna í námi (þ.e. að koma úr námi og skráður í nám að hausti) og er ráðningatímabilið tveir mánuðir.

Umsóknarfrestur er til 23. maí 2020

Umsóknir skal senda á póstfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is með tilvísun í starf sem sótt er um.

Nánar um störfin:

001 – Skráning listaverka og safngripa.

002 – Flokkstjórn sumarstarfa

003 – Viðhalds-, umhverfis-og þjónustuverkefni Sandgerðishöfn.

004 – Þjónustuver og skjalavarsla.

005 – Viðburðastjórnun, menningar-og ferðamál.

006 – Stafræn þjónusta og upplýsingatækni.

007 – Samskipti og stuðningur við viðkvæma hópa og einstaklinga.

008 – Íþrótta-og tómstundanámskeið.

009 – Skapandi listaverkefni.

010 – Smíðaverkefni og verkleg sköpun.

011 – Verkefni á sviði skipulags-og umhverfismála.

012 – Umhverfisverkefni.

Nánar um ráðningar:

  • Suðurnesjabær fékk úthlutað 35 störfum fyrir atvinnuátakið.
  • Ráðningartími námsmanna er að hámarki tveir mánuðir og fellur innan tímabilsins 01.06.20 - 31.08.20.
  • Skilyrði er að umsækjendur hafi búsetu í sveitafélaginu.
  • Umsækjendur verða að uppfylla þau skilyrði að hafa stundað nám á vorönn 2020 og séu skráðir í nám á haustönn 2020.  Skila þarf staðfestingu á námi á haustönn 2020.
  • Námsmenn þurfa að vera 18 ára á árinu og eldri

 

Getum við bætt efni síðunnar?