Fara í efni

Skreytum og lýsum upp skammdegið

Skreytum og lýsum upp skammdegið

Í ár líkt og undanfarin tvö ár verða veittar viðurkenningar fyrir vel skreytt og skemmtileg jólahús í Suðurnesjabæ. Ferða-, safna- og menningarráð mun halda utan um verkefnið og er gert ráð fyrir að tilkynna um valið þriðjudaginn 22. desember.

Ráðið mun þó ekki eitt stýra valinu því íbúar Suðurnesjabæjar geta sent inn ábendingar sem ráðið tekur svo tillit til í vali sínu. Þá er sérstaklega óskað eftir áliti frá yngri kynslóðinni.

Þeir sem vilja senda inn ábendingar er bent á ábendingakerfi Suðurnesjabæjar á heimasíðunni en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is eða hringja í síma 425 3000. Við bendum íbúa á að hægt verður að skila inn ábendingum til 17.desember kl 16:00

Ferða-, safna- og menningarráð hvetur íbúa Suðurnesjabæjar til þess að lýsa Suðurnesjabæ upp í skammdeginu og framkalla saman sannkallaða hátíðarstemningu!