Fara í efni

Piss, kúkur og klósettpappír í klósettið

Piss, kúkur og klósettpappír í klósettið

Eru ekki allir orðnir langþreyttir á bilunum og stíflum í fráveitukerfunum vegna úrgangs?

Alþjóðlegi klósettdagurinn er 19. nóvember og því tökum undir með Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem hvetur sveitarfélög og íbúa til að huga að því sem fer í klósettið.

Á vefsíðunni www.klosettvinir.is er að finna gagnlegt fræðsluefni sem útskýrir af hverju piss, kúkur og klósettpappír er það eina sem á að fara í klósettið en ekki aðrir hlutir sem eiga það til að valda miklum vanda í fráveitukerfum landsins.

Með samtakamætti höfum við tækifæri til að breyta hegðun okkar til langs tíma. Grípum tækifærið, gerum þetta rétt og verum með!