Jólaljósin verða tendruð í Suðurnesjabæ á Fullveldisdaginn
Jólaljósin verða tendruð í Suðurnesjabæ á Fullveldisdaginn
26. nóvember 2024
Jólaljósin verða tendruð í Suðurnesjabæ á Fullveldisdaginn þann 1. desember líkt og síðustu ár. Dagskrá verður í báðum byggðakjörnum, Garði og Sandgerði þar sem boðið verður upp á skemmtidagskrá í kjölfar þess að yngstu nemendur grunnskólanna ásamt bæjarstjóra kveikja jólaljós á jólatrjám.
Dagskrá:
17.00 kveikt á jólatrénu við Sandgerðisskóla.
- Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum í Sandgerði.
- Jólasveinar skemmta og gefa glaðning.
- Heitt súkkulaði og piparkökur.
18.00 kveikt á jólatrénu við Ráðhúsið í Garði.
- Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum í Garði.
- Jólasveinar skemmta og gefa glaðning.
- Heitt súkkulaði og piparkökur.